Jón og séra Jón

Það er ekki verið að gefa einum eða neinum neitt dynur á okkur endalaust frá alveg hlutlausum fjölmiðlum og almannatenglum.

Ég get þó ekki annað en velt því fyrir mér hvernig þetta þjóðfélag er orðið í dag. Það er þekkt að þetta fyrirtæki skuldar stór fé það á alltof stóran hlut af matvörumarkaði á Íslandi og það hamlar samkeppni. En þó að það þurfi að afskrifa upphæðir sem við almúginn skiljum ekki þá er talið nauðsynlegt að sömu eigendur stjórni fyrirtækinu áfram þeir eru jú svo klárir. Þetta eru séra Jónar samfélagsins og þeir virðast eiga nógan pening til að kaupa sig inn í það aftur. Miðað við frásagnir annars fólks sem misst hefur sitt verður bara að fyrirgefa mér að það hvarflar að mér að það sé verið að gefa einhverjum eitthvað í mörgum þeim dæmum sem að við horfum upp á í dag í þessu rotna þjóðfélagi.

Þeir sem ekki heita Séra Jón eru meðhöndlaðir á annan hátt. Þar getur verið um að ræða venjulegan fjölskyldu Jón sem að missti vinnuna eða varð svo óheppin að húsnæðislánið hans margfaldaðist til að hægt væri að millifæra fé frá honum til þeirra sem að áttu pening í sjóðum bankanna og fengu allt sitt bætt svo að aumi Jón varð gjaldþrota.
Þessi Jón er ekki eins hátt metin jafnvel þó að hann sé önnum kafin við að ala upp verðandi Icesave þræla sem eiga að borga þrælaskuldirnar fyrir þá sem að fengu allt sitt bætt og passa sig nú á að halda peningunum til hlés nema þegar hægt er að kaupa upp íbúðir og fyrirtæki á smánarvirði.  Aumi Jón er því þjóðinni mun nauðsinlegri til framtíðar en Séra Jón sem mætti alveg missa sig.

Þessi Jón kemur heldur ekki til með að fjárfesta í Högum hvers vegna ekki. Jú þegar hann var gerður upp vegna 5000 000 sem hann skuldaði þá lenti hann á vanskila lista og fær i dag ekki kreditkort og það sem broslegast er hann fær ekki heldur debet kort hann fær sem sagt ekki staðgreiðslukort til að nota peninga á eigin reikning enda er hann ekki séra Jón. Hann getur ekki einu sinni farið úr landi því að skipafélögin sem búið er að afskrifa af miljarða og færa sum til þeirra eigenda sem að ollu afskriftunum þessi skipafélög flytja ekki hluti fyrir óreiðu fólk.

En þau flytja fyrir Séra Jón enda nemur endanlegt tjón vegna hans einhverri sex stafa tölu heldur sennilega tölu sem að kemst ekki fyrir á Casio reiknivél og fellur sennilega út þá jú því að þegar svoleiðis tölur koma upp þá kemur ERROR á reiknivélina. Það er kannski málið að skulda það mikið að reiknivélarnar sýni bara error. Ekki veit mín smáborgara lega sál það en hitt veit hún að það er stór munur á að vera Jón eða Séra Jón í dag á Íslandi og sá munur fer vaxandi.

Það er síðan ljóst að engum er um það að kenna nema Jónum þessa lands að vera svo miklir aular að gera ekkert í þessum málum og láta labba yfir sig á skítugum skónum dag eftir dag svo lengi sem að þeir láta það yfir sig ganga verður það svo og þeir geta engum um kennt nema sér sjálfum.


mbl.is Mun styrkja hlutabréfamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki er ég sáttur því fer fjarri en matur er í boði á lágu verði þá er maður ekki í góðri stöðu til að mótmæla þessum gjörningi þrátt fyrir að lágt vöruverð leiði til hærri skatta og niðurskurðar á velferðar kerfinu fólk er dofið.

Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 00:58

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Skil þig vel en það eru stjórnvöld sem bregðast enn einusinni það á að leisa ferlíkið upp og ljúka þessari einokun. Samkeppniseftirlitið er gagnslaust og bankarnir gera eins og þeim sýnist

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.2.2010 kl. 08:15

3 identicon

Takk fyrir lánið félagi.

http://kryppa.com/?p=1159

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband