26.1.2010 | 22:54
Nú má fresta Icesave
Nú birtast þær skoðanir að það þurfi að fresta atkvæðagreiðslunni um Icesave. Það er mikil trú sem að stjórnmálamenn hafa á þjóð sinni að halda að við séum ekki fær um að hugsa tvennt í einu. Það eru óþarfa áhyggjur og það kemur ekki til greina að fresta atkvæðagreiðslunni hér er hámenntuð þjóð þar sem flestir hafa oft lært undir tvö próf í einu.
Undirritaður er allavega alveg fullfær um að hugsa Steingrími og Jóhönnu þegjandi þörfina og segja nei við Icesave allt á sama deginum og án þess að hika.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.