24.1.2010 | 13:31
Það á að fara að lögum.
Borgarahreyfingin þarf ekki að hafa áhyggjur af málinu við búum í réttarríki maður gerir eitthvað af sér kemur málsbótum á framfæri og er síðan dæmdur eftir lögunum. Að fara að gera undanþágu í þessu máli er slæmt fordæmi ofbeldi á ekki að líðast og sé það látið óáreitt í eitt skipti þá er spurning um af hverju ætti að vera að kæra í öðrum málum. Það má einnig hafa það í huga að samkv fréttum olli þessi atburður einhverri örorku hjá einstaklingi á þá þjóðin að bæta það ég er ekki á þeirri skoðun heldur á sá einstaklingur sem tjóninu olli að bæta það. Um það hefur þegar fallið dómur þegar foreldrar barns voru dæmdir bótaskildir gagnvart kennara barnsins. Þess vegna á þetta mál eins og önnur að ganga venjulega dómstóla leið.
Vill álit HÍ á ákærunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Borgarahreyfingin hefur vissulega áhyggjur af réttarfarinu hér þar sem dómarar eru skipaðir á pólitískum forsendum fremur en faglegum og æðstu menn í stjórnsýslunni sömuleiðis. Lestu annars fyrirspurnina í heild sinni því að hún snýst ekki um sekt eða sakleysi þeirra sem ákærðir eru.
Sigurður Hrellir, 24.1.2010 kl. 14:32
Þakka tenginguna á fyrirspurnina Sigurður hún setur fréttina í svolítið annan búning. En ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að þetta eigi heima í réttarfarslegum grunni og síðan er ég líka þeirrar skoðunar að það eigi að fara með útrásarvíkingana okkar hina sömu leið. Þó má gagnrýna að gagnvart mótmælendunum sé notuð harðasta greinin en þá hljótum við að gera þá kröfu að sama gildi um þá sem kafsigldu landið.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.1.2010 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.