Hættulegt afl.

Mannkynið er að breytast þó menntun sé alltaf að aukast þá er hin raunverulega menntun að minnka það er sú menntun sem að fólk fékk af því að vera í snertingu við gangverkið sjálft það er náttúruna og lífíð sjálft er það óx úr grasi.
Í dag hefur verið tekið upp ríkisvætt kassa uppeldiskerfi þar sem einstaklingarnir eru mótaðir samkvæmt þeim viðmiðum sem kennd eru af fræðingum sem spítt er út úr sama kerfi.
Afleiðingin er sú að fólk hættir að greina á milli raunveruleika og ævintýra ég tel að því valdi einnig hin áreynslulausa mötun sem að tölvuöldin hefur innleitt.
Það þarf engin lengur að hugsa til að upplifa ævintýri ekki einu sinni að lesa eitthvað og kalla myndir af furðu heimum fram í hugann. Fólk hættir síðan að leita sér upplýsinga til að mynda sjálfstæða skoðun á málum heldur tekur mötuninni sem beint er að því. 
Um síðir kemur svo að því að mörk milli raunheima og sýndarheima verða óskýr og þá getur fjandinn orðið laus ef fólk gerir ekki greinarmun á ævintýrum og raunveruleika.

Ég á eftir að sjá Avatar og er ákveðin í að gera það eftir að hafa heyrt af henni mig langar til að sjá hvað mennirnir eru gráðugir og vondir í sögu sem sögð er og framreidd af kerfi sem er ekki laust við vonsku og græðgi það er kvikmyndaiðnaðurinn sjálfur. Það skildi þó ekki vera að það virðist nú vera vænlegt til gróða að tala niður til okkar mannana sem að búum þessa jörð. Meira um þetta þegar ég hef séð umrætt meistaraverk.

 


mbl.is Þunglyndir í kjölfar Avatars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband