Jákvætt misrétti

Það er alveg ótrúlegt hvað nú á dögum hin menntaða elíta og ráðamenn hafa litla trú á fólki það þarf að setja allt í lög. Lögin og tillögurnar redda síðan málunum eins og eiturlyfjalaust Ísland 2000 var það ekki.

Ég hef það mikla trú á konum að ég tel þær vel færar til að komast áfram á sínum eigin forsendum eða hver vill vinna starf af því að hún fékk það vegna þess sem hún ber milli fóta en ekki getu hennar sjálfrar.

Síðan er ekki mikið fjallað um það þegar hallar á karlmenn og ekki hafa skattabreytingar stjórnvalda bætt hlut heimavinnandi kvenna mikið. Nei að mínu mati er þetta pólitískur sýndarleikur á efri stigum og það sem pirrar mig mest er að á þessum tímum þegar að þarf virkilega að vinna að því að endurreisa þjóðfélagið sinna málum Íslands og forgangsraða til að komast upp úr kreppunni. Þá eru þetta forgangsmál hjá pöpulistunum.

Nú þurfa þau fyrirtæki sem að hafa staðið af sér hvellinn að fara að endurskipuleggja stjórn kerfi sitt eftir að hafa þurft að endurskipuleggja bókhaldskerfi sitt og önnur mál sem að þau hafa þurft að gera vegna þess að ráðamenn eru að leika sér í stað þess að vinna vinnuna sína. Félagmálaráðherra er nær að fara safna efni í skjaldborgina áður en hann snýr sér að þessu.

Mér er síðan enn ofarlega í minni Kastljós fyrir löngu um þetta málefni þar sem kom fram að það þyrfti að kljúfa upp stjórnir fyrirtækja til að koma konum að. Þá kom spurning en ef að systur stofna félag þarf þá önnur systirin að víkja fyrir karlmanni. Það varð þögn smá stam en síðan skoooo nei nei það er ekki öll mismunum neikvæð stundum þarf að vera til staðar svokölluð jákvæð mismunun. Endursagt eftir minni þannig að þetta er ekki orðrétt en meining sú sama.

Mismunun er aldrei jákvæð einkafyrirtæki eru einkafyrirtæki og menn og konur eiga að fá að ráða því sjálf hvernig þeim er stjórnað. Mér persónulega er sama hver ræður en mér líður betur ef viðkomandi gerir það vegna eigin verðleika en ekki vegna kynferðis það veitir atvinnu öryggi til lengri tíma litið.

Árni Páll getur síðan sýnt fordæmi og sagt af sér og vikið fyrir konu eftir höfðinu dansa jú limirnir ekki satt.


mbl.is Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband