Sitt sýnist hverjum hvað er skynsamlegt

Það verður ekkert leyst lengur án þjóðaratkvæðagreiðslu að mínu mati. Undanfarið hefur opinberast ótrúleg afstaða hjá stjórnmálamönnum gagnvart þjóðinni hvar í flokki þar sem að þeir eru. Það var athyglisvert hvernig jafnvel Pétur Blöndal fylgismaður atkvæðagreiðslu hálfbakkaði í þeirri afstöðu ásamt mörgum fleirum. Það hefur opinberast að það mætti halda að leiðtogar okkar teldu sig vera í vinnu fyrir einhverja allt aðra en þjóðina og að þjóðin sé afgangsstærð í þessu öllu saman.

Þetta vekur upp spurningu sem verður áleitnari með hverjum deginum það er fyrir hverja eru stjórnvöld að vinna ég tel að það megi efast um það á stundum að það sé fyrir þjóðina.

Ég ætla rétt að vona að við getum núna staðið í lappirnar og gengið til góðs götuna fram eftir veg og haldið reisn okkar. Það er nefnilega tilfellið að eftir að forsetin synjaði lögunum hef ég ekki heyrt frá erlendum aðilum sem ég hef all nokkur samskipti við þau stríðnis og kerknis orð sem að ég heyrði áður heldur aukna virðingu fyrir landi og þjóð og réttmæti  málstaðar okkar.

Það er nefnilega þannig hvað sem stjórnmála og fjármála elíta reyna að telja okkur trú um að virðing er ekki keypt með peningum og siðferði er í flestum tilfellum svo mikil andstæða fjarmagns að mætti líkja við gufu og ís.

Kæru stjórnvöld  við viljum fá að greiða atkvæði um frumvarpið samkvæmt stjórnarskrá við viljum enga nauðasamninga sem gera börnin okkar að þrælum við viljum ekki ganga í ESB við erum stór hluti þjóðarinnar jafnvel meirihlutin hennar og látum ekki troða á okkur.

Ef þið skiljið það ekki eruð þið þá ekki til í að segja af ykkur.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þjóðaratkvæðagreiðslan er okkar samkvæmt skipun Forseta okkar. Í raun eru þau ekki með umboð til að halda áfram með Icesave fyrr en niðurstaða kosningar okkar liggur fyrir í þessu máli.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband