14.1.2010 | 16:37
Erum við Íslendingar algjörar lyddur
Orð Reinfeldt eru að mínu mati ekkert annað en kúgun og það verður augljósara með hverjum deginum að hér er háð stríð ekki með vopnum heldur hefur Ísland verið sett í herkví þar sem að þeir sem taldir voru vinir fara í farabroddi kúgarana.
Það er ekkert öðruvísi að setja óvígan her á landamæri ríkja og ógna þeim með vopnum eða að ógna þeim með þeim hætti sem að Norðurlönd gera núna aðferðirnar eru misjafnar en sprottnar af sama eðli og því skítlegu.
Reinfeldt hefur rætt beint við forsætisráðherra Íslands og sagt henni að norðurlönd samstilli sig í að kúga Íslendinga til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem að Norðurlönd skilgreina þó ekki nánar. Á Íslensku er þetta kallað kúgun og í þessu tilfelli fer hún fram fyrir opnum tjöldum og blygðunarlaust og það versta er að ráðamenn okkar virðast fara fremstir í að riðlast á þjóðinni.
Reinfeldt segir
"við viljum að Ísland standi við þessar alþjóðlegu... skuldbindingar og þá munum við fylgja á eftir með okkar skuldbindingar."
En spyr ég hvaða alþjóðlegu skuldbindingar er um að ræða og gott er að vita að nágrannar vorir líta á hjálp sína til okkar sem skuldbindingu en ekki ljúfa skyldu sínir þeirra rétta eðli.
"Spurður að því hvenær norrænu ríkin muni greiða Íslendingum næstu greiðslu af 1,8 milljarða evra láninu sagði Reinfeldt: Það mun fylgja á eftir ákvörðun AGS um greiðslu"
Getur fjárkúgun birst á skýrari hátt og þá hefur ákvörðun Norðurlandana ekkert að gera með hvort að við stöndum við okkar heldur hvort ASG stendur við sitt. Löðurmenni benda oft hver á annan.
Ég sem þegn í þessu þjóðfélagi geri þá kröfu að ráðamenn svari þessum hótunum nú þegar á viðeigandi hátt með sliti stjórnmálasambands við viðkomandi ríki eða öðrum viðeigandi aðgerðum. Ef ráðamenn hafa ekki þá getu eða hugsjón gagnvart þjóðinni þá segi þeir tafarlaust af sér og rými fyrir fólki sem að virðir land sitt og þegna þess og finnist engir með getu til þess eða vilja verður þjóðin að taka málin í sínar hendur.
Það er ekki hægt að búa við stöðugar hótanir og kúgun svokallaðra vinaþjóða lengur fólk hjálpar meðbræðrum sínum fúslega en ekki með hangandi hendi nýtandi hjálpina til efnahagslegra hryðjuverka.
En að mínu mati nálgast framkoma þjóðanna í kringum okkur það sem mætti kalla efnahagslegt hryðjuverk.
Kannski er hreinlega komin tími á stofnun Íslensks Lýðveldishers.
Svo má brýna deigt járn að bíti sagði einhver
Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki kominn tími til að Norrænt samstarf verði endurskoðað?
Jóhann Elíasson, 14.1.2010 kl. 16:55
JÚ
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.1.2010 kl. 17:11
Þetta er alveg hrottalegt hjá Reinfeldt...það vantar málsvara í öllum Norðurlöndum sem fara í fyrirlestraferðir og skýra út málstað Íslendinga....
Óskar Arnórsson, 14.1.2010 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.