6.1.2010 | 20:03
Gárur á vatninu
Er nokkur furða að neitun forsetans valdi stjórnmálaelítunni nokkrum ótta ef að svo væri að þetta yrði sá dropi sem að fyllti mælirinn og samtvinnuð stjórnmála og peninga elíta kæmist ekki lengur upp með að velta vitleysum sínum yfir á bök skattgreiðenda landa sinna.
Mig myndi ekki furða þó að ótti um slíka þróun ylli þessum hópi svefnleysi og þar gæti verið komið skýringin á illsku samskonar elítu íslenskrar sem gæti verið ásökuð af klíkubræðrum sínum erlendum um að hafa misst tökin á lýð þeim sem henni var treyst fyrir að stjórna af félögum sínum í ESB.
Því eins og ég segi í byrjun þá er það ekkert sem má gára hið kyrra yfirborð kúgunar fjármagns og stjórnmála því ef það gáraðist gæti gosið upp svo römm ýldufýla að jafnvel sjálfri jörðinni stafaði hætta af.
Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.