Glæpur?

Nú er í fréttum að fyrirtæki séu að selja gjaldeyrir í útlöndum er það ekki glæpur sem varðar tveggja ára refsingu. Eða eru lögin bara fyrir þá sem að stela skinkubréfum.

Annað heyrði ég í dag um nýja fjáröflunar leið það er að fólk sé nú farið að kaupa sér miða til útlanda og taka út gjaldeyrir að upphæð 500 000 síðan selur það hann úti með góðum hagnaði. Er það kannski þetta fólk sem að talar hæst um að krónan sé ónýt en gerir sitt til að grafa undan henni og ætti þá ekki satt að flokkast með óvinum landsins svokölluðum landráðamönnum.

En kannski er þetta bara hin nöturlega staðreynd um okkur mörlandsbúa að við erum til í að henda frá okkur flestu sem telst til góðra siða og manngilda ef um fé er að ræða. Kannski að það sé útrásarvíkingur í okkur öllum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband