Er fólk orðið vitlaust

"Valgerður Sverrisdóttir sagði að í Seðlabankanum sæti maður sem léti ekki berja á sér og svaraði fullum hálsi. Það væri náttúrulega óþolandi og nauðsynlegt að gera breytingar í Seðlabankanum."

Það á sem sagt að sitja rólegur og láta ljúga uppá sig og berja á sér samkvæmt orðum Valgerðar. Held ég nú að fátt verði framsókn til bjargar úr þessu nema kannski Bjarni Harðar. Valgerður vill láta reka menn fyrir að hafa skoðun samkvæmt fréttinni.

Annars er þetta Daviðs heilkenni orðið svo alvarlegt að ég efast um fulla geðheilsu þjóðarinnar. Er fólk virkilega eins arfavitlaust og mætti halda af lestri  blogga og viðtölum við fólk. Held nú að menn ættu að hlusta á viðtöl við sjálfan sig og líta yfir fullyrðingarnar. Þær þurfa nefnilega að standast dóm sögunar og þó að það sé gaman fyrir einhverja að vitna i niðurlagðar heimasíður í dag gæti verið að þeim sömu þætti verra innan ekki mjög langs tíma að vitnað væri í þeirra eigin fullyrðingar sem að nú falla á þeim tíma sem að allt frá fannfergi til ófrjósemi virðist vera einum manni að kenna. Minnir svolítið á 1698 og  þorp  að nafni Salem. Það  skildi þó ekki vera að álit okkar á þeim sem að helst munda heykvíslarnar í dag verði þegar tímar líða svipaður og álit sem að við höfum á nornaveiðunum í Salem.


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bundið Trúnaði??? Er ekki allt í lagi? Kemur hvorki þjóð né þingi við hvað seðlabankinn er að möndla með glóbalistunum í IMF? Þetta hlýtur að vera brot á öllum lýðræðisreglum!

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 13:01

2 identicon

Er svona vitleysa ekki ástæðan fyrir því að við forðuðum okkur frá Noregi fyrir þúsund árum? Nojararnir allavega lærðu af reynslunni og eru núna einn af fáum bakhjörlum okkar. Við virðumst hafa forðað okkur, en ekki reynslunni ríkari.

 Þetta er til háborinnar skammar, og það þarf ALVÖRU mótmæli (á franska vísu) til að eitthvað sé gert.

Davíð og Geir eru búnir að sýna það og sanna að þeir eru uppfullir af valdahroka og fullkomlega búnir að gleyma því hvað þeirra vinna byggir á. Þeir eru kosnir fulltrúar þjóðar (eða Geir er það, Davíð fær djobb út á kunningsskap, er samt opinber starfsmaður í þjónustu þjóðar) og sem slíkir skulu þeir svara til þjóðarinnar. Svona leynimakk er ekki í lagi í lýðræðisríki. Castró má gera svona, en hann hafði líka fyrir því að hertaka land og skjóta alla sem ekki voru sammála honum. Sömu aðferðir MEGA ekki virka i lýðræðisríki.

Ari (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þið eruð að misskilja mig.
1 Mér finnst það mjög athyglisvert að Valgerður telji að það þurfi að gera breytingar á Seðlabankanum vegna þess að stjórinn hefur skoðun. Það segir manni þá hvernig Framsókn skipaði í bankann og stjórnaði honum.
2. Ég tel marga hérna vel klára menn en mér óar við því hvernig fólk fer hér með heykvíslar gagnvart einum einstaklingi. Ég spyr sjálfan mig hvers vegna svarið er að annaðhvort sé fólk svo grunnhyggið að það geri sér ekki ljóst heildarmyndina að hér eru margir samverkandi þættir á ferð. Fólk getur líka verið að hefna sín á einstaklingnum hér getur verið um hreina illgirni að ræða eða þá eigið framapot eða stuðningur við framapot annarra. Eitt er allavega víst að löngun til að skilgreina umfang og orsakir vandans og að taka þátt í að leisa hann er ekki þarna á ferðinni. Því get ég ekki  hugsað mér að styðja nokkurn af nornaveiðurunum nú eða náinni framtíð og tel að margir verði sömu skoðunar þegar rykið er sest og menn sjá orðið skógin fyrir trjánum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband