Forgangsverkerfni ?

Hafandi áður verið íbúi við hinn indæla Grensásveg finnst mér þetta skrýtinn forgangsröðun. Gatan verður seint annað en tengibraut milli Bústaðarvegar og Miklubrautar og er í raun vannýtt sem slík. Einn af kostunum við að búa þar var einmitt hve greið umferð var og þyrfti að fara yfir götuna eru ágætis ljós til þess brúks.

Það er meiri þörf á að nýta takmarkað fé í að holufylla götur bæjarins heldur en að þrengja að umferð eftir einhverri óskiljanlegri forgangsröðun borgaryfirvalda. Já eða þá að nýta féð til að skipta um perur við göngustíga og slá gras í Grafarvogshreppi þar sem ég er búsettur nú.


mbl.is Þrenging Grensásvegar óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Það eru aldrei til peningar hjá Reykjavíkurborg í þörf verkefni. En nægir peningar í gæluverkefni fulltrúa meirihlutanns.

Filippus Jóhannsson, 26.2.2015 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband