Skyldulesning.

Þessi frétt er skyldulesning en vegna þess að umræða um þessi mál fer oftast út um víðan völl ætla ég  að segja fátt um hana. En það er gott að hafa linkinn hér til að skoða hana í ró og næði og til að týna henni ekki.
Fróðlegt er líka að skoða tengla á þessi hættulegu samtök feðra í Danmörku og mynda sér sjálfstæða skoðun á þessum hættulega hópi sem varað er ítrekað við.

Þó má benda á að í greininni virðist einn kosturinn við Draumalandið Færeyjar vera að sá tími sem að umgengnisforeldrið fær er minni en í Danmörk og allur kostnaður við ungengni fellur á það. Eins og hér á landi. Þannig að í raun virkar þetta sem umgengnis tálmun á vissan hátt.

Fleira væri hægt að segja en þessi grein er þörf lesning bæði til að skoða málið og líka tilganginn með henni.
Væri verið að fjalla um aðra þjóðfélagshópa en feður á þennan hátt myndi bergmála í fjöllum af vandlætingu.

 

 


mbl.is Ofsóttar flýja til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Sama gamla tuggan.  Konur ljúga ofbeldi uppá menn til að fá sínu framgengt, ekkert nýtt þar á ferð. 

Óskar, 23.2.2015 kl. 00:41

2 identicon

Já þetta er með ólíkindum alveg!  Ef karllmenn stofna karllrétindafélög þá eru þær hættulegir. En ekki ef konur hera það?? Nú og konur eiga svo ekki að fara að lögum en það eiga karlar að gera.. Er þessi blaðamaður ekki að seigja það annars???

ólafur (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 09:30

3 identicon

Værir þú hreykinn faðir ef þú fengi ekki að hitta börnin þín vegna andstöðu móðurinnar.   Þessi frétt er algör skandall og hef ég skrifað athugasmd á facebook síður mbl vegna þessa meö linka á raunverulega stöðu þessarar frægu konu sem er búin að ríða fjölmiðlum undanfarin misseri og fjölmiðlarnir reyna ekki að segja aðra hlið en hennar.   Meira er endurtekið fullyrð að faðirinn sé ofbeldisfullur, en allar rannsóknir sálfræðinga og félagsfræðinga hafa staðfest hið gangstæða gegn fullyrðingum móðurinnar.

Kristinn Sigurjonsson (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 11:40

4 identicon

Jón, hvað meinarðu með "hættuleg samtök"? Þú hefur lapið allt upp eftir öfgafemínistanum Önnu Marsibil Clausen og útbasúnerar því án þess að hafa kynnt þér málin. Foreningen Far var sett á laggirnar vegna þess misréttis sem feður voru beittir af dönskum yfirvöldum. Áður en samtökin urðu til, fekk móðirin sjálfkrafa forræðið yfir börnunum eftir skilnað sama hvað hún var óhæf móðir og það hafði engar afleiðingar ef hún neitaði föðurnum um umgengni. Samtökin voru stofnuð sem mótvægi við þessi ósanngjörnu forréttindi.

Að Hjördís hafi verið að ljúga upp á föðurinn til að fá börnin á ólögmætan hátt er augljóst. Og íslenzk yfirvöld og femínistasamtök hylma yfir með barnsræningjanum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 15:18

5 identicon

Ég hef aldrei á æfi minni lesið annað eins bara! Hvað er verið að seigja hérna? Jú kvennréttindafélög eiga rétt á sér en ekki sambærileg félög karla, það er karllréttindafélög.. Nú og forræði skal vera annað hvort sameginlegt eða hjá móður.. Já svoldið sérstök frétt vægt til orða tekið..

ólafur (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 17:23

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er ansi mögnuð grein og eins og ég sagði ágætt að geyma til þess að skoða og meta yfir lengri tíma. Ég verð seint ásakaður um  fylgispekt við öfga hverjir sem þeir eru Pétur og síst þeirra sem þú minnist á. Held að síðasta línan sýni hvaða skoðun ég hef á greininni.

Aðalatriðið í þessum málum sem foreldrar verða að stefna að en skortir skelfilega upp á er að láta hagsmuni barnanna ganga fyrir það er í raun það eina sem að skiptir máli í þessum málaflokki en er allt of sjaldan sett í forgang. Í því er hvorugt kynið saklaust.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.2.2015 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband