Tvíbent vopn.

Það er vel skiljanlegt að menn leiti leiða til að stöðva eða svara áróðri hryðjuverkamanna á sem skilvirkastan máta.
Vandamálið er þó og verður skilgreiningin hvað er slæmur og hvað er góður áróður.
Jafn viss og við erum um að það sem við segjum og höldum fram sé gott þá eru þeir sem halda hinu fram jafn vissir um sinn málstað.
Því væri okkar málflutningur skilgreindur sem hættulegur ef að þeir sem við köllum hryðjuverkamenn réðu ríkjum.

Síðan stjórna stjórnvöld eigendur og hagsmunahópar því hvað við heyrum og hver sannleikurinn er sem við fáum að sjá. Því gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsmyndina og þróun veraldar okkar ef að farið verður að sía úr og fikta í málflutningi.
Það er ekkert öðruvísi með internetið heldur en fréttablöð og dreifimiða fyrri tíma og sagan kennir okkur það að stjórnvöld hvers tíma hafa gert allt sem þau geta til að takmarka tjáningarfrelsið því það er sá hlutur sem valdið hefur flestum stjórnarbyltingum sem orðið hafa.
Þær byrja flestar á því að fólk tjáir sig þannig að stjórnvöldum er bylt og ansi margar enda með því að fyrsta verk nýrra valdhafa hefur verið að hindra tjáningarfrelsið.
Lausninn er miklu frekar vandaðri fréttaflutnningur og að kafað sé betur ofan í málin og hverjum steini lyft en á því er mikill skortur í hraðsuðu fréttum nútímans þar sem að meiri skiftir hve mörg læk fréttin fær heldur en hvort að hún skilur kjarnan frá hisminu.   


mbl.is Vilja bandamenn í Kísildalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband