Að vakna af martröð

Ég mætti á Austurvöll og fer þaðan glaður í hjarta vegna þess að ég hef vaknað upp af vondum draumi. Mig hefur verið að dreyma undanfarið að það væri allt í steik hér svo að ég renni mér á völlinn til að sina stuðning minn í verki við það fólk sem staðið hefur í eldlínunni í baráttunni fyrir bættu þjóðfélagi.

 En hvar var fólkið þarna voru fleiri útlendingar að taka myndir heldur en Íslendingar að láta í ljós óánægju sína.

Ég hélt því glaður í bragði á braut þetta hefur því allt verið draumur. Það er draumur að fólki bíði fangelsi ef það skilar ekki 5 evrum við komu til landsins, það er draumur að við verðum að láta ófjárráða börn halda á þeim fjarmunum sem þeim eru ætluð til framfærslu í utanlandsferðum, Það er draumur að forráðamenn þjóðarinnar hafi selt vogunarsjóðum veiðileyfi á fólkið í landinu. Þetta hefur verið svakaleg martröð hugsaði ég er ég labbaði í burtu og sá að fleiri landar mínir voru saman komnir á kaffihúsum við völlin heldur en voru að vinna að bættu þjóðfélagi.

Ég held eftir veru mína þarna að hinir 16000 atvinnulausu og hinir 20 000 sem eru á vanskilaskrá hljóti bara að vera nokkuð sáttir við sitt alla vega voru þeir ekki mættir þarna í einhverju magni.

Það er umhugsunarvert hvers vegna kannski að svarið liggi í umræðunni sem að ég heyri á þingi að það megi bara ekki ske að SJálfstæðismenn komist að. Er það virkilega svo að við séum tilbúin að láta allt yfir okkur ganga bara ef okkur er hótað að einhverjir aðrir komist að.

Mér væri nokk sama þó svo færi þetta sem nú er í gangi getur ekki versnað að mínu mati.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Galdurinn felst í að hlusta á hjartslátt þjóðarinnar Jón Aðalsteinn. Þú gast einfaldlega sagt þér það sjálfur að lítil stemning væri fyrir mótmælum gegn stjórninni á Austurvelli í kvöld. Hagsmunasamtök heimilianna höfðu einstakt tækifæri til að láta til sín taka eftir tunnumótmælin sl. haust, en þau höfðu því miður hvorki reynslu né skilning til að lesa þjóðina rétt - hvað þá ríkisstjórnina. Þjóðin kaupir einfaldlega ekki einnar nætur gaman á Austurvelli. Ef menn vilja láta til sín taka kostar það margra mánaða markvissan undirbúning og fundahöld - þolinmæði og aftur þolinmæði. Það kostar líka styrka stjórn atburða, skýra markmiðssetningu og jarðtengingu. Fjórflokkurinn lafir á lyginni á meðan þjóðin bíður eftir alvöru leiðtogum.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki skal vanmeta útkomu mótmælanna. Allt sem skeður, er hlekkur í atburðar-rásinni, og þessi mótmæli munu skila þjóðinni einhverju nytsamlegu og réttlátu, það er víst. En ekki akkúrat sama daginn og mótmælin voru.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.6.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband