Óska borgarstjóra góðs bata.

Það vona ég að borgarstjórin nái sér fljótt og vel af meini sínu blóðeitrun er ekkert gaman mál að eiga við en þökk sé nútíma vísindum tekst í flestum tilfellum að kveða hana í kútinn.

Þó er annar flötur á veikindum þessum sem að mér finnst athyglisverður það er að þau fá meiri dálksentímetra í mörgum fjölmiðlum heldur en uppsagnir starfsmanna hjá OR Borgarstjóri er inntur ytarlega eftir meininu en ég hef ekki enn fundið frétt þar sem að hann þarf að svara spurningum um þær aðgerðir sem að snéru að OR.

Ég spyr sjálfan mig og veit að fleiri gera það. Hvað veldur því að fjölmiðlar hafa farið í´hin gamla útrásargír gagnvart þeim öflum sem að ráða borginni.
Er það hugleysi það að þeir þori ekki í beittan húmor borgarstjóra
Er það meðvirkni það að þeim finnist sniðugt að framin sé gjörningur á heilli borg
Er það hagsmunir og þá hvaða.
Er það þekkingarleysi á málefnum sem varða borgarana
Er það meðvirkni eins og ú útrásinni þar sem að betra er að syngja með en gagnrýna.
EÐ er það hrein og klár leti

Ekki veit ég það en ég veit að umfjöllun um borgarmálefni er skrítin þessa dagana og ekki eins og aður hvers vegna veit ég ekki.


mbl.is Fær sýklalyf í æð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón, svarið er einfallt, þetta er leti fréttamanna. Það er svo miklu þægilegra að taka því sem að er rétt og láta næsta fá það. Að fara að skoða og meta hlutina er bara aukin vinna og því nenna fréttamenn ekki!

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ljótt er ef satt er!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 14:18

3 identicon

Sammála öllu sem þú segir hér Jón en ég held að skýringarnar á fréttafeimni fjölmiðla gagnvart borgarstjóranum og borgarmálum sé nokkuð ljós hjá t.d RUV og Fréttablaðinu.

Það er eigendaundirgefni gagnvart Samfylkingunni í báðum tilvikum þó að eigandi Fréttablaðsins sé Jón Ásgeir (í skjóli konu sinnar útrásarvalkyrjunnar Ingibjargar Hagkaupsdóttur)þá vita allir að hann er sverð og skjöldur Samfylkingarinnar en RÚV er stjórnað beint af Samfó sem vill enga negatíva umfjöllun um  sína menn sem í raun stjórna borgarapparatinu.

Hinir fjölmiðlarnir eyða ekki dálksentimetrum í aulalegt yfirklór bólgna borgarstjórans yfir þekkingarleysi hans á öllu sem við kemur Reykjavíkurborg

Sveinn (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er spurningin hvort Jón hafi ekki ofnæmi fyrir efnunum í húðflúrinu á handlegg sínum.Kannske er það það, sem hrjáir Jón Gnarr ? Hann ætti þá að láta fjarlægja litinn hið snarasta.

Tryggvi Helgason, 23.10.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hneigist til að vera sammála lið 1 og 3 og Sigurður þetta er svo áberandi að það er ekki annað en hægt að taka eftir því.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.10.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband