Góða ferð herra borgastjóri.

Eftirfarandi úr fréttinni segir allt sem þarf að segja um 4 valdið á landinu nú um stundir það einfaldlega bara kiknar í hnjánum eins og skólastelpa þegar að kemur að félaga Jóni hann kemst upp með það hvað eftir annað að hafa ekki tíma til að svara spurningum blaða og fréttamanna sem að óska honum góðrar ferðar og passa sig að tefja hann ekki.
Var framganga þeirra sú sama við borgarstjóra fyrri ára. það finnst mér ekki. En hér er setninginn sem að mér finnst svo dæmigerð fyrir aðhald 4 valdsins í borgarmálum nú um stundir.

"Jón var á leið á fund þegar mbl.is hitti hann í Ráðhúsinu í dag og hafði því miður ekki tíma til að spjalla við okkur svo við óskuðum honum góðrar ferðar."

Ég hef síðan ekki orðið var við mikla auðmýkt frá nafna ef að það að baða sig í heitapottinum og spyrja hvort að hann eigi að skjóta upp rakkettum er auðmýkt þá er það ekki auðmykt að mínu mati.


mbl.is Einlægur borgarstjóri efast um samvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Förum varlega í að gera lítið úr Jóni Gnarr umfram aðra Íslendinga. Honum er betur treystandi en flestum öðrum til að vera réttlátur!

Ekki getur það ógnað neinum réttlátum? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg er ekki að gera lítið úr nafna eða öðrum ég er að benda á þá staðreynd að hann sem yfirmaður borgamála kemst hjá því að svara nokkru um þau málefni það er meira um það í fréttum hvernig honum gengur að hætta að reykja heldur en að hann sé spurður hvernig hin almenni borgari eigi að ráða við hækkun orkuverðs og vísitölu vegna þess. Fengu fyrri borgarstjórar svona dún meðferð ég minnist þess ekki. Þetta snyr meira að 4 valdinu en nafna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.8.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband