Að deyja vegna fátæktar.

Það er að bera í bakkafullan lækinn að segja en og aftur ja nú er ég alveg bit.
Viðtal við manneskju sem að tók þá ákvörðun að borga sjálf bólusetningu dætra sinna gegn legháls krabbameini var það sem að gerði mig hugsi núna.
EKki það að hún skildi gera það ég skil það og myndi jafnvel feta í fótspor hennar ef að sú staða kæmi upp því hvað er okkur dýrmætara en börnin okkar.

Það sem veldur mér aftur á móti sorg er sú staðreynd að í þessu tilfelli þá er verið að ákveða að ákveðin prósentutala af börnum þeirra sem efnaminni munu deyja vegna þess að það er ákveðin hluti kvenna sem fær þetta krabbamein óhað efnahag og ákveðin hluti lifir það ekki af það einnig óháð efnahag. Það að skipulögð bólusetning skuli ekki fara fram leiðir því óhjákvæmilega til þess að aukið hlutfall efnaminni kvenna mun falla fyrir þessum sjúkdóm ekki vegna þess að hann hafi neitt versnað heldur vegna þess að þær tilheyra þeim hóp sem að ekki hefur efni á að borga fyrir bólusetninguna þær deyja sem sagt vegna fátæktar og ekki neins annars að mínum mati þó banameinið verði leghálskrabbamein.

Það veldur mér undrun að þetta mál skuli ekki hafa verið tekið upp af boðberum kvennréttinda og jafnréttis því að að mínu mati er jafn réttur tíl lífs mun mikilvægari en lögboðin skilda á jöfnu hlutfalli æxlunarfæra í stjórnum fyrirtækja en kannski er stjórnarseta mikilvægara fyrir einhverja heldur en lífsréttur barna fátækra. Mér finnst þessi forgagnsröðun athyglisverð og hef mína skoðun á þvi hvernig hún er tilkomin en hef hana fyrir mig allavega enn um stund. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband