Enn á þjóðin að borga.

Nú er hafin fréttaflutningur sem að ég tel vera undirbúning á því að leggja enn einn reikning á þjóðina og nú vegna taps sem eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið fyrirtækjum. Fyrir mér er það bara einn angi af því að þegar vel gengur þá fer gróði í vasa eigenda en þegar illa gengur þá er farið í vasa okkar. 

25 Mars var í fréttum á RUv eftirfarandi 
"Gosið á Fimmvörðuhálsi gæti orðið hið mesta túristagos. Nú hringlar í erlendum gjaldeyri! Göngufólk má fara að gossvæðinu á eigin ábyrgð, umferð á ökutækjum upp Fimmvörðuháls er hinsvegar bönnuð tímabundið vegna aurbleytu. Verið er að vinna að lagfæringum á veginum um Fljótshlíð að Fljótsdal til að auðvelda ferðafólki að komast á staðinn"

Síðan var haft eftir eiganda ferðaþjónustu fyrirtækis. " Hann vill að þetta tækifæri í ferðamennsku verði nýtt til hins ýtrasta og að opinberir aðilar og ferðaþjónustuaðilar leggist á eitt um að bæta aðgengi ferðafólks að gosstöðvunum. Hann sagði líka í viðtali í þættinum að yfirdrifinn fréttaflutningur af hættunni af Kötlugosi virtist fæla einhverja útlendinga frá landinu"

Á þessum tíma ríkti Klondike æði í kringum Fimvörðuháls.

Það er skammt stórra högga á milli túristagosið á Fimmvörðuhálsi skaffaði pening í kassana, ég varð ekki var við að neinn kvartaði nema kannski löggæslan og þá yfir ágangi ferðafólks ég heyrð ekki fréttir um að þeir sem höfðu margfalda innkomu miðað við áætlanir kvörtuðu neitt sérstaklega eða lækkuðu taxtana til að gera fólki ferðalög á staðina auðveldari. Gott dæmi um hugsunarháttin er eldsneytishækkun olíufélaganna um páskana. 

Nú er annað gos í gangi og þá er búið að slá því föstu nú þegar að ákveðið magn peninga hafi tapast og þegar byrjað að ýja að því að alþýðan þurfi að setja það tap á bak sitt líka.

Mér finnst það rangt peningar sem ekki eru komnir í kassana geta aldrei tapast þeir eru væntingar um gróða sem ekki er orðin en það stendur ekki á því að það á að sækja á ríkiskassann vegna þessa tapaða gróða sem engin veit hvort hefði orðið og ekki vantar það að ráðamenn taka strax undir og tóna með. 
Ráðamönnum  gengur alveg ótrúlega illa að sjá það að hinn almenni Íslendingur þarf réttæti. Þeir eru sem fyrr trúir þeim starfsreglum sínum sem berlega komu fram í hinni umtöluðu skýrslu að réttlætanlegt sé að hjálpa sumum en öðrum ekki og handvelja síðan þá sem eru hinum nútíma goðum þóknanlegir það er það sem þeir kunna best og stundum hvarflar að mér að það sé það eina sem að þeir kunna.

Síðan má velta því fyrir sér að verði nú gos í Kötlu á há anna tíma ferðaþjónustu. Að á landinu séu þúsundir ferðamanna upp um öll fjöll og firnindi. Hver á þá að borga reikninginn af björgun aðstoð og uppihaldi þeirra ef flug lokast frá landinu dögum saman. 
Er það
A Ferðaþjónustu aðilar
B fólkið í landinu.
Auðvitað verður svarið B það er alltaf svoleiðis hér

Ég er hræddur um að ef þannig atburðir yrðu þá myndi Gulu hænu heilkennið heltaka marga og þeir benda á hvorn annan þegar kæmi að því að einhver tæki ábyrgð ástandinu sem gæti skapast vegna atburða sem meira en 50% líklegt er að verði. Minnir svolítið á þróun í öðru máli sem hét hvað hét það nú aftur jú Icesave hét það það var nú ekki mikil hætta á því að það myndi lenda á þjóðinni.
Af því hvernig það mál  fór ættum við að hafa dregið þann lærdóm að það borgar sig að segja satt og draga ekkert undan þó að það sé kannski ekki alltaf það þægilegasta í stöðunni það kemur betur út þegar til lengri tíma er litið. Ég er líka þeirrar skoðunar að það eigi að leggja sérstakt gjald á ferðaþjónustuna sem að eingöngu verður ætlað til að mæta óvæntum atburðum eins og björgun fólks og til að mæta hamförum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband