Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vantar eitthvað í fréttina

Eftirfarandi kemur framm í fréttinni 
"Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins benti Hörður Torfason á að maðurinn hefði engan fyrirvara fenginn áður en hann var handtekinn í miðjum gleðskap í gærkvöldi. „Lögum samkvæmt á að boða fólk í afplánun með þriggja vikna fyrirvara en hann fékk engin skilaboð heldur var færður fyrirvaralaust í fangelsi.“

Var maðurinn að bíða eftir afplánun dóms þegar að hann hengdí upp fánan  og ef hann hefur verið að bíða eftir afplánun þá gat hann búist við að þetta gæti orðið til þess að henni yrði flýtt.


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg rétt

Veit ekki betur en að 2/3 hlutum nýju bankanna sé stjórnað af konum við góðan orðstýr er það ekki?
Við ættum því að mega álykkta að Landsbankinn og Glitnir séu í dag reknir með kvenleg gildi að leiðarljósi eða er það ekki ???
Það er því ekki rétt að konur séu útundan þegar verið er að skipuleggja áframhaldandi ánauð þjóðarinnar.


mbl.is Neyðarstjórn kvenna klæddi Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið?

Svo er ritað 
"Tillögurnar feli m.a. í sér breytingar á rekstrargrunni fyrir stofnunina vegna fólksfjölgunar á svæðinu, en einnig  því að færa rekstur skurðdeildar út úr HSS til annarra aðila sem sinntu þjónustunni."

Gæti verið samhengi milli þessa og heimsóknar eignamanns á svæðið það skildi þó ekki vera.


mbl.is HSS segir upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála nafna

Ég er sammála nafna en þó var annað sem að mér fannst athyglisvert við þetta viðtal og aðrar gjörningar í fjölmiðlum undanfarið. Það var greinilegt hvernig þáttastjórnandi reiddist þegar hann gat ekki fengið nafna til að hrópa Davíð burt og að lokum var þetta orðið hið pínlegasta atriði þar sem að Jón talaði en þáttastjórnandi gelti inni í upphrópunum um sekt þeirra sem fjölmiðlar hafa valið sem sökudólga. 
Ég skipti um útvarpstöð þetta var of pínlegt. 
Í Kastljós í gær var möguleiki á góðu viðtali við Geir Harde um það sem að virkilega skiptir máli. Nei það var eyðilagt með ætlarðu að segja af þér á að kjósa reka Davíð, frammíköllum þáttarstjórnanda. Ég skipti yfir á History channel þetta var of pínlegt.

Frétti reyndar i morgun að það sama hefðu tveir vinnufélagar mínir einnig gert þannig að ég er ekki einn um þetta.

Ég var farin að bera virðingu fyrir Björgvin áleit hann staðfastann en sú virðing er þverrandi eftir þetta sama er mér hvort Þórunn er eða fer viðurkenni þó að ég myndi ekki sakna hennar neitt.
Björgvin og Þórunn eiga að gera sér grein fyrir því að þau eru kosnir fulltrúar þjóðarinnar og það er ekki til siðs að hlaupa frá borði þegar gefur á heldur að hjálpast að að sigla fleyinu i gegnum brimgarðinn. Það er það sem að þau eru kosin til þeim var aldrei lofað endalausu sólskini í stjórnarsetunni nú reynir á og þá þarf að standa undir stóru orðunum ef við treystum þeim í fyrra þá ættum við að treysta þeim núna skipstjóri  hringir ekki í siglingastofnun og athugar hvort að hún telji réttindi hans í gildi meðan að versta óveðrið gengur yfir. 
Þó að 2000 jafnvel 5000 manns mæti niður á austurvöll þá eru ekki allir að mótmæla stjórninni og 2000 jafnvel 5000 er ekkert stór hluti þjóðarinnar það er enn ein frétta bábiljan og stjórmálamenn sem að hlaupa eftir dægurbylgjum eiga að fá sér aðra vinnu. 

Nei ef Björgvin og Þórunn eru hrædd við brimrótið þá er það þeirra val að stiga til hlés og leyfa þeim  sem hafa umboð þjóðarinnar, að klára málið í friði. 
Það verður kveðin upp dómur í þessu í síðasta lagi í lok kjörtímabils.

Mér langar að beina því til starfsmanna fjórða valdsins að þeirra starf að mínu mati er að útskýra atburði líðandi stundar en ekki að skapa framtíðina það er fólksins í landinu að gera það.
Hver frétta tími er í dag fjallar að minnstakosti að 1/4 um hve fljótt Ísland gæti gengið í ESB. 
Hvernig stendur á því að í gær var megin þema frétta tíma hvað væri mögulegt að ganga í ESB á stuttum tíma yfirleitt er talað við sömu mennina og yfirleitt gefa þeir aldrei sömu svörin eða þau eru túlkuð á misjafnan máta. Þessi mál taka stærstan hluta frétta tímans. Það er ekki orð um manninn sem skuldar 1000 000 000 eða manninn sem að keypti fjölmiðla fyrirtæki fyrir 1.500 000 000 eða þá i morgun um kaupendurna að BT þeir keyptu jú bestu bitana þetta er ekki fréttnæmt ekki heldur 18 000 000 000 sem týndust. Það er engin áhugi á hag almennings að mínu mati heldur einungis áhugi á að halda uppi hávaða svo að almenningur gleymi að spyrja vondra spurninga en einbeiti sér að stýrðum sökudólga veiðum

Ef að mætti líkja fjórðavaldinu við varðhunda þá er í mínum huga ljóst að í dag er fjórða valdið á Íslandi að mínu mati ekki varhundar lýðræðis heldur einhvers alls annars .

 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa menn ekki eitthvað þarfara að gera

Heldur en þessum sandkassa leik ríkistjorn með þann meirihluta sem að þessi hefur fellur ekki ef að stjórnarandstaðan hefur ekki annað við tíman að gera en þetta ætti hun kannski að draga síg í hlé og spara þannig launagreiðslur á vegum ríkisins.
mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa þeir IMF

Hélt að þeir væru í ESB og þar þyrftu menn ekki að leita til IMF ESB aðild sæi til þess Er það kannski bara plat
mbl.is Lettar óska eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrið þið mig nú

Hvernig dettur einhverjum í hug að fara að fella niður skuldir á fyrirtækjum sem að eru í mörgum tilfellum tilkomnar vegna skuldettra yfirtöku og alskyns hanki panky til að geta veðsett fyrirtæki upp í miklu meira en topp. Jon og Gunna eru boðin upp og gerð gjaldþrota enga sérsamninga fyrir þá sem áttu hlut í því að koma okkur þar sem við erum

 


mbl.is Vilja alhliða niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfing á villigötum

Ég er nú orðin gamall og gleymin þannig að það getur vel verið að ég hafi gleymt því en mig rekur ekki til þess minni að ég hafi samþykkt eða verið spurður að því hvort að ég vildi ganga í ESB af þeirri hreyfingu sem að mér er þó skylt að borga félaggjöld til það er verkalýðshreyfingunni.
Ég hef mínar efasemdir um fjórfrelsið þar á meðal frjálst flæði vinnuafls og enn meiri efasemdir hef ég um þá tilskipun sem að lokum verður barin í gegnum lýðræðishallaapparatið í Evrópu en það er tilskipunin um frjálst flæði þjónustu. Sú tilskipun gerir fyrirtækjum kleyft að stunda verksvið sitt í hverju landi um sig undir þeim lögum sem að gilda í heimalandinu.
Ég verð því að viðurkenna að ég er eiginlega ekki lengur viss fyrir hverja ASI er að berjast. Allavega eru þeir að berjast fyrir lífeyrissjóðina svo við höfum það gott í ellinni en sum okkar erum þó svo lífeyrissjóðavæn að við geispum golunni áður en kemur að úrtöku úr þessum sömu sjóðum þá fær sjóðurinn sitt.
Það er því ekki svo vitlaust hjá forkólfum þeirra að berjast á móti því að verðtrygging verði stöðvuð eða hamin meðan versta áfallið dynur á ég held að það verði tvíþættur gróði af því skuldirnar halda verðmæti sínu og einnig fækkar þeim vegna vinnuálags og áhyggja, sem að ná að tóra til þess aldurs að taka úr sjóðnum hefst. Sennilega bara gott dæmi um hagfræði 101

Ég ítreka enn skoðun mína að ASI hafi annað verksvið en að berjast fyrir inngöngu í ESB verksviðið sé fólgið í því að standa vörð um hag launafólks í lýðveldinu Íslandi. Svo er spurning hvort að ekki eigi að aðskilja betur verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina þannig að verkalýðsforustan geti einbeitt sér að afkomu fólks í dag en ekki í fjarlægri framtíð. Það er verksvið lífeyrissjóðana.


mbl.is Líflegur ASÍ-fundur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortíðin er fyndin drós

Nú borgum við fyrir bankana sem virðast þannig hafa ríkisábyrgð. Við munum öll að þetta sama bankakerfi kærði Íbúðalánasjóð fyrir ekki margt löngu. 
Bankakerfið vildi bætur vegna mismununar. Nú væri gaman að greiningardeildir og forkólfar kæmu og áætluðu hvort við almúgin eigum ekki rétt á bótum frá bönkunum. Skal ekki eitt yfir alla ganga.


"Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur tölunni tíu milljarðar króna verið fleygt innan bankakerfisins sem áætlað tjón. Tveir og hálfur milljarður króna á ári, vegna munar á kjörum íbúðalánasjóðs með ríkisábyrgð, og kjara bankanna sem ekki hafa ríkisábyrgð"  

 


mbl.is ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hryðjuv lögin

Það kemur ekki fram hvort að við ætlum að bakka með málaferli á hendur Bretum. Ég ætla rétt að vona að svo sé ekki því að þá ætla ég að taka mér heyfork í hönd og mæta á völlinn. Það er sjálfsagt og eðlilegt að borga það sem manni ber en það er líka jafn sjálf sagt og eðlilegt að láta ekki  undan kúgurum og eineltisbullum.
Ef það er tilfellið er komið mál að mæta niður á þing og gefa Össuri vönd til að kyssa á og minna Geir á orðin við látum ekki kúga okkur.
Ég get fyrirgefið stjórn minni afglöpin sem leiddu til þessa hruns það er mannlegt að gera mistök ég get fyrirgefið henni þögnina það er góður siður að virða trúnað þó að aðrir geri það ekki ég get líka fyrirgefið þögnina því að það var kannski ekkert að segja.
En ég get ekki fyrirgefið ofan á allt þetta ef að við höfum huglausir látið undan.
Ég tel það helstu skildu stjórnvalda að standa ótrauð með landi sínu og þjóð og vona að þeir hafi hvergi hvikað frá þeirri fyrirætlan okkar að sækja rétt okkar fyrir dómstólum.
Hvað segir í Gunnarshólma því magnaða kvæði um ást Gunnars á landinu sínu að hann vildi heldur falla en að yfirgefa það stjórnvöld eiga að bera sömu virðingu fyrir ættjörðinni.
 
"Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðar ströndum.
Grimmlegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljar böndum."


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband