Stjórnin fellur

Ég tel að háttvirtur fjármálaráðherra efist um að þrælasamningarnir komist í gegn. Hvernig á annars að skilja þau orð sem að hann lætur falla um ESB þessa dagana. Í mínum huga eru þau ætluð til brúks í komandi kosningabaráttu. Verst er að það fyrir VG að það tekur ekki nokkur maður lengur mark á þvi hvað þeir segja.

Landsmenn allir það er þeir okkar sem enn meta þjóð og land eitthvað þurfa síðan að standa saman og reisa ævarandi níðstöng þeim til handa sem samþykkja gjörninginn því þó Steingrímur sé farin að búa til undankomuleið held ég að þetta verði samþykkt.

Það má íhuga að loka veginum til Bessastaða sem merki um táknræna hindrun á undirskrift ef þetta verður samþykkt sem að ég tel að verði því miður þjóðhollusta manna á hinu háa alþingi er í skötulíki.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð mjög hissa og glaður að heyra um þessi orð Steingríms nú í kvöld, en það var einfeldningslegt af mér - ekkert að marka það sem Steingrímur segir lengur, hann hefur sýnt það í verki.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég treysti ekki forsetanum því miður auðvitað á hann ekki að skrifa undir dagar hans eru taldir ef hann samþykkir Icesave.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband