Að vera Íslendingur

Stendur ekki í einhverju kvæði.  Engin grætur Íslending

Ég ætla ekki að gera lítið úr raunum mannsins en bendi honum þó á að það ernokkuð af húsnæði á lausu hér og á hörðum tímum er best að vera í skjóli fjallkonunnar. Þetta segir síðan meira um skítlegt eðli þeirra sem framkvæmdu verknaðinn heldur en eðli Íslendinga.

Ef þetta eru síðan rök til að skrifa undir Icesave þá vil ég frekar að Íslenska þjóðin kosti alsprautun á bílnum og þrif á húsi hans það er ódýrara þegar upp er staðið.

Bið bara forláts á mínu skítlega eðli en það gerir mér ókleift að samþykkja drápsklyfjar á afkomendur mína til að landar mínir geti verið óáreittir í útlöndum.

Bíð þá hins vegar velkomna heim til að taka þátt í endurreisninni  hvenær sem hún hefst nu


mbl.is Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Hvaða endurreisn ? Allt er við sama heygarðshornið, ekkert hefur skeð. Sömu menn skipta um stóla og Hrunadansinn heldur áfram. Enginn verður sóttur til saka. Réttlætinu er ekki fullnægt á fróni frekar en fyrri daginn. Almenningur borgar brúsan. Fljótandi króna, verðtryggðir vextir og heimilin í rúst.      Ekki furða að menn kjósi að búa erlendis.

Góðar stundir, farsælt komandi ár

Árni Þór Björnsson, 27.12.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég bý í Bretlandi vegna náms og er hérna ásamt fjölskyldu minnin og við höfum ekki orðið vör við neitt nema elskulegheit í okkar garð.

Ég man bara eftir einum manni undanfarið ár sem fór að ræða ICESAVE og sá var mjög á rólegu nótunum og fannst þetta allt hið versta mál og við vorum honum að sjálfsögðu alveg sammála.

Þetta getur auðvitað verið rétt hjá manninum en þetta getur líka bara verið óánægður viðskiptavinur úr fasteignabransanum.  Það virðist enginn vita það.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.12.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef maðurinn skammast sín fyrir að vera Íslendingur ætti hann að fá sér annan ríkisborgararétt - en kannski ætlar hann að "nýta" hér samtrygginguna seinna, skammast hann sín ekki þá fyrir að vera Íslendingur?

Jóhann Elíasson, 27.12.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég verð alltaf stolt af því að vera íslendingur, í blíðu jafnt sem stríðu

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.12.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Árni ég hef ekki fnsið þessa endurreisn og finnst lítil reisn yfir því sem hefur verið gert.
Einnig sammála þér Sigurður held að þetta hatur á okkur í útlöndum sé ekki í neinum mæli það eru jú alltaf til einstaklingar sem að fara framm úr sj´lafum sér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hann ætti að geta það Jói rétt hjá þér eða bara að flytja aftur heim

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eins og þú segir Guðrún þá er fínt að vera Íslendingur og ég er stoltur af þér sjálfum mér og öðrum þeim sem að ekki sjá neitt athugavert við að vera Íslendingar og gera sér grein fyrir því að það hefur ekkert með það að gera hvernig við erum sem þjóð hvernig örfáir einstaklingar hafa misst sig í græðgi og gróðafíkn.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 22:34

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég vil búa á Íslandi án Icesave skuldbindingarinnar látum útrásavíkingana borga!"

Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 22:45

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mæl þú manna heilastur Sigurður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband