Að skafa innan úr kerfinu

Auðvitað á að halda vel utanum bótakerfi okkar og gæta þess að þau séu ekki misnotuð en það er farið að valda mér og sennilega fleirum furðu að velferðarstjórnin gerir fátt annað en að ráðast á það.
Mér myndi til dæmis langa til að vita hvort að Jón Baldvin sem að rökræddi við Styrmir í dag þiggur eftirlaun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu míg þyrstir einnig að vita hvort Svavar Gestsson er á eftirlaunum samkvæmt sama frumvarpi og þá hvort honum voru greidd laun þegar hann samdi um Iceasave og þá hvort þau laun komu til frádráttar eftirlaunum ef hann þiggur þau. Mig langar til að vita hvað miklar greiðslur eru í dag til formanna stjórnmálaflokka hve háar og hverjir njóta.

Í raun langar mig til að það verði birtur listi yfir þá embættismenn sem að taka laun samkvæmt umræddu frumvarpi og einnig upplýsingar hvort að þau réttindi hafi verið skert eða hvort það standi til að gera það einnig hvort að það standi til að afnema þær tryggingar á lífeyrisréttindum sem að sumir njóta.

Það er nefnilega alltaf svo auðvelt að skera niður hjá öðrum ekki satt.


mbl.is Spara 1,5 milljarða í bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

það má spara mikið að senda þessa austur- evrópubúa til sín heima sem eru að svinda á bótakerfinu  eins og þiggja bætur héðan þó þeir séu staddir í sínu heimalandi og jafvel í 100% vinnu þar eða vinna svart hérna að eru á 100% bótum hérna og éta upp okkar sjóði.

þetta þarf að skoða betur

Guðjón Ólafsson, 29.11.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: GunniS

Guðjón. ég skil, og það sem gerðist hér fyrir áramót 2009 og fyrstu mánuðina af nýja árinu 2009 eftir hrunið þegar þúsundir manns flyktst til að láta skrá sig atvinnulausa er að

 austur evrópubúar tóku sig saman um að svindla á kerfinu, eða gerðist það að þúsundir manns mistu vinnuna í kjölfarið á að bankarnir hrundu ? þar á meðal ég. 

annars hvað varðar vangaveltur um hvað ríkið sé að gera í að spara, þá má velta fyrir sér afhverju Það má ekki snerta við utanríkisráðuneitinu, mér sýnist það eigi ekkert að skera

þar niður. er búið að selja hið umdeilda sendiráð í japan ? 700 miljónir þar. aðrir 100 á ári sem feri í að halda því gangandi.  

GunniS, 29.11.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Guðjón, ég skil ummæli þín þannig að þú viljir senda Svavar Gestsson heim því það eru

auðvitað svindlarar líka sem fá 3 föld eftirlaun fyrir eitt starf. Sama gildir um þingmenn sem vinna sem ráðherrar, afhverju fá þeir kaup sem þingmenn  líka ?? 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

já ég er þeirrar skounar að það væri áhugavert að það yrði bortur listi yfir þá sem þyja laun en eru um leið á eftirlaunum samkv ofangreindu frumverpi ég hef trú á að það skerði þau laun en get hvergi fundið það því væri gott ef einhver gæti upplýst það. Því ef menn vilja setja byrðar á aðra þá verða þeir að vera tilbúnir að bera eitthvað sjálfir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2009 kl. 19:48

5 identicon

Það hárrétt sem fram kemur hér að framan að erlendir "farandverkamenn" nánast ryksuguðu upp atvinnuleysistryggingasjóðinn fyrst eftir hrunið því flestir þessara einstaklinga voru komnir með réttindi og nýttu sér það og höfðu auk þess tækifæri til að svindla vegna annmarka á kerfinu og eftirliti.

Það væri áhugavert að sjá krónutölur fyrir tímabilið nóvember 2008 til og með október 2009 um greiðslur atvinnuleysisbóta og skipta henni niður í hópa.  Þar væru erlendir ríkisborgarar sér, námsmenn sér, sjálfstætt starfandi einstaklingar sér (þeim mætti skipta í 2 hópa annars vegar þá sem látið hafa af starfsemi og hinna sem sem eru að bíða af sér lægðina), almennir launþegar sem misst hafa vinnuna sér, launþegar sem misst hafa hluta starfs sér og e.t.v. mætti skipta þessu í fleiri hópa.

Mér segir svo hugur að hlutur erlendu einstaklingana (búsettir erlendis) nokkuð hár, en að hlutur sjálfstætt starfandi sé ekki að sliga sjóðinn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:11

6 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Ég er bara svo reiður að ég get ekki skrifað neitt.

það væri hægt að lögsækja mig fyrir það sem mig langar að gera við þetta fólk svo það er best að ég haldi kjaftinum á mér saman...

Arnar Bergur Guðjónsson, 30.11.2009 kl. 09:54

7 Smámynd: GunniS

merkilegt sem kemur hér fram http://einarborgari.blog.is/blog/einarborgari/entry/986251/   og ég man ekki betur en sjálf verkalýðsforistan hafi haldið daginn hátíðlegan þegar austur evrópskum verkamönnum var leift að koma hingað svo gott sem eftirlitslaust. sem svo aftur varð til að laun lækkuðu hér á skerinu og óvandaðir atvinnurekendur blómstruðu og gátu jafnvel keipt sér tvo BMW til að rúnta um á.

GunniS, 30.11.2009 kl. 09:55

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er viss um að mörgum lýður eins og arnari skil þig vel stundum verður maður að sitja all verulega á sér.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.11.2009 kl. 13:38

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er athyglisvert blogg sem þú bendir á Gunni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.11.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband