Að vita ekki hvað þau gjöra.

Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra sagði mætur maður eitt sinn hann var það vel þokkaður að við höfum miðað tímatal okkar við fæðingu hans æ síðan.

Ekki er ég svona góðlyndur því að ég hef ekki hugsað mér að fyrirgefa núverandi stjórnvöldum það sem að þau gera. Að eyða miljörðum í umsókn um vist í bandalagi sem að 29% okkar vilja vera í að skera niður í heilbrigðis og mennta kerfi á sama tíma og niðurskurður undir þeirra eigin afturenda er í skötulíki að standa í vegi fyrir öllum framkvæmdum sem til bóta gætu verið og að síðustu að ætla  að eyðileggja nokkuð gott skattkerfi sem að tveir hagfræðingar í Kastljósi voru nokkuð sammála um að væri aðgerð sem að gæti slegið stjórnvöld illa til baka. 

Mér fannst síðan hálf slappt að heyra málflutning ráðherra úr flokki sem að svikið hefur svo til öll stefnu mál sín frá því í vor að mínu mati gagnrýna mistök manns sem þó tók að hluta til ábyrgð á gerðum sínum fyrir alt að fjórum árum síðan. Það má gagnrýna aðgerð KSÍ sem á að starfa með unglingum og vera fyrirmynd þeirra en eiga stjórnmálamenn ekki að gera slíkt hið sama ég var alla vega alin upp við það að það ætti að standa við orð sín en það virðist ekki eiga við um þá sem að standa í stjórnmálum kannski eru þeir bara ekki fyrirmyndir fyrir unglinga til að fara eftir. Er nokkur furða að ég velti þessu fyrir mér.

Ég ætla ekki að fyrirgefa stjórnvöldum og allra síst þær skattahækkanir sem að nú vofa yfir ef þær verða að veruleika.


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Baldursson

ÆÆÆ þau vita hvað þau gjöra! það að eyðileggja alla innlenda starfsemi og koma þjóðinni á vonarvöl til þess eins, að eina útgönguleiðin sé ESB aðild og ekkert annað, skattahækkanir og vaxtaokur í kreppu er dauðadómur fyrir fyrirtæki og heimili, þetta er bara pólitísk stefna landráðaflokksins rauða, að koma landinu undir erlend yfiráð og ekkert annað ég vorkenni vinstri grænum að þurfa að beygja sig fyrir ofríki kratanna, en þegar vinstri vitleysingjar láta plata sig er ekkert við því að gera.

Lárus Baldursson, 10.11.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sælir Piltar

JÁ fyrirgefa eða ekki fyrirgefa, þau vita hvað þau gjöra þau eru haldin eyðingarhvöt þjóðar sinnar það er ekki hægt að fyrirgefa það, þau eru ekki heimsk þau eru vitskert þau eru þjóð sinni til skammar þau eiga ekki að sjást né heyrast það á að loka svona valdníðslu sora inni.ef vinstri grænir láti samfó stjórna sér svona þá er það vegna valdagræðgi Steingríms því hann vill feta í sömu spor og óli grís, vinstrigrænir og samfylking standa saman að saurga þjóð og líð.

Jón Sveinsson, 10.11.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband