ESB liggur á

Evrópusambandinu liggur á að fá þennan samning samþykktan áður en að íhaldsmenn í Englandi komast til valda og láta kjósa um hann. Þetta nýtir forseti Tékklands sér. Ég vildi að við ættum einhverja slíka menn hér á landi sem að styngju við fótum og ynnu landi sínu og þjóð gagn en til þess voru þeir kosnir í upphafi. Það virðist þeim flestum gleymt að mínu mati.
mbl.is ESB fellst á skilyrði Klaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúir þú því virkilega sjálfur að ólýðræðisleg og fjandsamleg öfl séu með Evrópu í hendi sér? Jahérna hér. Málamiðlunin ber þess ekki merki.

 Íslendingur í Evrópu, þar sem lýðræði er virt í hvívetna. Er raunin sú á Skerinu? Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ber ekki málamiðlunin þess merki að það gæti verið að þeir Þjóðverjar sem flæmdir voru í burtu hefðu  einhvern rétt. Annars er punkturinn sá að Vaclav kom fram þessari málamiðlun fyrir þjóð sína til að tryggja að svo yrði ekki hvort það er lýðræðislegt eða ekki ætla ég ekki að dæma um en hins veger er ég viss um ótta Evrópusinna við það að Lissabon samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðlu í UK og yrði jafnvel felldur sem yrðu endalok hans.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.10.2009 kl. 23:18

3 identicon

Það má vel vera. Hins vegar þykir mér ólíklegt að bretar myndu fara í atkvæðagreiðslu um samninginn, þótt málflutningurinn sé pópúlískur. Bretar hafa einfaldlega ekki efni á því að tefja ESB í þessu efni. Til þess eru þeir of háðir því, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og Evrópa kæmist í raun af án breta, og það vita þeir. "Evrópusinnar" hafa því ekkert að óttast.

Hvað Þjóðverja varðar, má eflaust færa rök fyrir því að þeir hafi bótarétt á hendur Tékkum. Hins vegar er þessi málamiðlun merki þess að Evrópa og þar með Þjóðverjar séu reiðubúin að horfa fram á veginn, og hætta að velta sér uppúr fortíðinni. ESB skapar því ákveðinn grundvöll fyrir "tabula rasa", hreinu borði.

Kv. Eiríkur

Eiki S. (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband