Það sem að máli skiptir.

Undirritaður hefur verið óhemju latur við blogg undanfarið þó hefur ekki leti þar um ráðið heldur var ég svo heppin að komast í yfirhalningu við getum kallað það 100 000 kílómetra skoðun í heilbrigðiskerfinu en slithlutir voru farnir að láta á sjá.
Ef ástand bloggara þessa hefði verið óbreytt næstu árin og ekkert verið gert í málum þá er ljóst að innan áratugar hefði undirritaður verið orðin byrði á skattgreiðendum landsins.
Eftir að hafa notið þeirrar aðhlynningar og hjálpar sem að þetta kerfi býður upp á er ástand og vélbúnaður undirritaðs í miklu mun betra ásigkomulagi, líðanin eins og að honum hafi verið rétt egg fuglsins Fönix nýfægt og gljáandi, nú er það komið undir undirrituðum sjálfum komið að halda því þannig svo að hægt verði að njóta seinni hluta ævinnar eins og best verður á kosið og einnig af virðingu við það tækifæri til betra lífs sem fylgir þeim endurbótum sem gerðar voru.

Það hefur því valdið mér heilabrotum hvort að sá mikli niðurskurður og sparnaður sem á nú að leggja í í heilbrigðiskerfinu sé sýnd veiði en ekki gefin lauslegur reikningur sýnir mér að ef þessi dvöl á heilsustofnuninni hefur lengt vinnuævina um ár er ég búin að greiða skuldina til baka og rúmlega það og er þá ekki tekið með í dæmið sá kostnaður sem ríki og skattgreiðendur bæru af því ef ég ég þyrfti á örorku að halda vegna óvinnufærni.

Auðvitað má spara í heilbrigðiskerfinu sem og annarstaðar en ætli fari ekki svo að sparnaðurinn fer mest fram í neðri hluta pýramídans sem að í raun heldur uppi toppnum. Sá sparnaður sem að gott heilbrigðis kerfi er fyrir þjóð og land er aldrei metin til fulls því að eitt er víst að með því að halda starfsorku lífgæðum og lífsleikni einstaklinga í hámarki sem mestan hluta af ævinni þá sparast óhemju peningar í lyfja notkun vinnu tapi og því tapi sem verður þegar að einstaklingar eru óvirkir þátttakendur í lífinu einhvern hluta ævinnar.

Ég vil nota tækifærið hér og þakka starfsfólki Reykjalundar fyrir frábæra aðhlynningu og þau kraftaverk sem að þau framkvæmdu á slitnu gangverki undirritaðs. Hafið þökk fyrir og megi starf ykkar halda lengi áfram og eflast að umfangi svo að sem flestir sem þörf hafa fyrir njóti þess.

Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að sem flestir landsmanna geti búið við óskerta starfs og lífsorku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband