Verndun sjóndeildarhingsins og hænan sem dó

Ég held stundum að stjórnmálamönnum og konum vorum vanti jarðsamband. Hér er allt á ís það stórlega vantar framkvæmdir en umhverfisráðherra verndar gras, mosa og það sem fyrir augu ber rétt eins og biskup þegar hann vígði kletta Drangeyjar og þjóðin er komin í hlutverk illra vætta sem tauta hættu nú Svandís mín við eitthvað verða jú vondir að vinna þó ekki væri nema til að geta borgað nýju skattana ykkar.
Aðgerðir umhverfismálaráðherra má þó setja í samband við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar það er greiðsluaðlögunina því ljóst er að hér á að skapa land tækifæranna það er hinna glötuðu tækifæra til að sækja fram og þá er nú gott að fólk borgi bara hlutfall af tekjum sínum því að þær eiga eftir að fara hraðminnkandi.

Ég þakka fyrir að þau stjórnvöld sem að hér ríkja, ríktu ekki fyrr því þá væri hér hvorki sími né rafmagn ekki hefði mátt spilla fjalldrapanum og órofnu útsýni til fjalla. Mér hefur þó reynst ágætlega ef eitthvað truflar sjónlínu mína að horfa bara í hina áttina því yfirleitt á okkar fagra landi er útsýni í allar áttir það er þar sem ekki er búið að eyðileggja það með trjárækt sem virðist vera ríkisvernduð náttúru spjöll. 

Ef rafmagnsmastur er líti á náttúrunni og spillir henni þá er alaskaösp það engu að síður allavega standa þessir hlutir báðir upp í loftið og spilla útsýninu eini munurinn er að Öspin skrýðist grænum lit Framsóknarflokksins sem er nú ekki alslæmt kannski myndi duga að mála möstrin sem að flytja okkur orku græn. En það er tvískinnungur í þessu það má ekki breyta ásjón landsins með framkvæmdum en það má setja niður allan andskotann bara ef það er rót á öðrum endanum og fíkjublöð á hinum. 

Landvernd er ekkert af hinu slæma en það verður að hafa í huga að ábyrgð stjórnvalda er ekki bara gagnvart melgrasbrúskum og fjalla sýn hún er líka gagnvart fólkinu í landinu. Ómar Ragnarson komst ágætlega að orði þegar hann líkti þessu við veglagningu yfir mýri í útvarpinu í kvöld. Mín sín á þessa líkingu er þó aðeins öðruvísi en hans. 

Ef við notum mýrar líkinguna áfram þá finnst mér þetta líkast því að hópur fólks hafi lent út í mýri og sokkið upp að höndum en á bakkanum stendur fólk og deilir um hvort leggja megi spýtu út að fólkinu til að koma því í land því að spýtan gæti eyðilagt ásýnd mýrarinnar fyrir afkomendum fólksins sem fast er í mýrinni. Hjálparliðið ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir því að ef þeir ná ekki fólkinu úr mýrinni þá verða engin börn getin og það verða engir afkomendur til að dást að mýrinni.

Hugsandi um þetta dettur mér í hug svolítið sem að skeði fyrir margt löngu í sveit einni en þar vildi það óhapp til að hænugrey hafði vappað út á fjóshaug og sokkið í mykjuna eins og vér landsmenn höfum sokkið í skuldafenið. Hafnar voru björgunaraðgerðir með misjöfnum árangri svona rétt eins og aðgerðir ríkisstjórnarinnar en að lokum var gripið til þess ráðs að finna stöng eina til að renna undir hænugreyið og bjarga henni í land. Ekki vildi nú betur til en að björgunarliðið missti tökin á stönginni svona eins og ríkisstjórnin á ástandinu og stöngin féll á hausinn á hænugreyinu sem hvarf ofan í mykjuna og endaði æfi sína þar. 

Ég óttast  að oss bíði svipuð örlög það er að björgunar aðgerðir og framkvæmdaleysi ríkistjórnarinnar og árátta sumra aðila hennar til að taka hagsmuni minnihluta fram yfir hagsmuni fjöldans verði stöngin sem að með þunga sínum færir okkur þjóðina á kaf í hauginn. Alla vega er fátt annað að sjá við sjóndeildarhringinn.


mbl.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband