Ef ég gæti bara spólað til baka.

Þá myndi ég ekki kenna börnunum mínum að sígandi lukka sé best að ekki skuli reisa sér hurðaás um öxl og að það skipti máli að vera borgunarmaður fyrir því sem að maður tekur að láni.

Af hverju segi ég þetta vegna þess að í allri umræðu um hverju skuli bjarga og hverjum er alltaf einn hópur sem hinir ráðandi og velmenandi telja að ekki eigi að gera neitt fyrir, það er hópurinn sem að ræður við skuldbindingar sínar getur staðið í skilum en hefur samt orðið fyrir stórkostlegum þjófnaði vegna fíflagangs verðtryggingar.

Þetta er hópurinn sem að lifði lífi sínu samkvæmt skynsamlegum forsendum gerði sér grein fyrir að veislan var plat fjárfesti eftir getu og skuldsetti sig með miklum öryggisstuðli. Þetta er fólkið sem hagaði sér á ábyrgðafyllsta mátann lét ekki hagfræðinga stjórnmálmenn eða sölumenn greiningadeilda ljúga að sér og gerði sér í mörgum tilfellum grein fyrir að keisarinn var meira en nakinn hann var gjörsamlega alsber.

Kaldhæðnislegast er að þessi hópur sá hópur sem að í raun er saklausastur af öllu saman kemur til með að verða útundan þegar upp verður staðið.

Ég átti samræður um þetta við afkomanda minn í gær og í raun tel ég eftir það samtal að ég skuldi honum afsökunarbeiðni yfir uppeldinu. Því að það er alveg rétt sem hann sagði, hvaða gagn er að því að tileinka sér gildi heiðarleika, skilvísi, ábyrgðar og nægjusemi þegar að í hvert sinn sem að allt fer í vaskinn þá er þeim sem að fara sér að voða bjargað og þeir verndaðir sem hafa sópað til sín vermætum.
Hann endaði málið með orðunum, þeir einu sem engin skiptir sér nokkurn tíma af og fá aldrei létt af sér okinu eru þeir sem að fara að eðlilegum leikreglum þjóðfélagsins þá er betra að taka þátt í partínu eins og hinir.

Við þessu átti ég ekkert svar því miður því svona hefur þetta verið og verður nema að við sem tilheyrum þessum hópi rísum nú upp og verjum þessi gildi og það sem að þau standa fyrir.


mbl.is ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er rétt hjá þér þessi stjórn er verri en nokkur hægristjórn beitir úrræðum sem svæsnustu hægrimenn beita bjarga aðlinum og fjármagnseigendum og halda vesalingunum í vesöld en passa að þeir lifi við hungurmörk og segjast vera vinstrimenn þeir hafa þá átt heima í austur Evrópu og Norður Kóreu 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein Jón er henni 100% sammála.  Steingrímur Joð talar um að Ísland verði "Kúba" norðursins ef við tökum ekki Ices(L)ave á okkur, hvað er svona slæmt við það, hafa ekki skoðanabræður Steingríms Joð verið þar við völd síðan 1959, hvað hefur breyst?  Hefur þessi "ríkisstjórn fólksins" eitthvað gert fyrir "fólkið"? 

Jóhann Elíasson, 27.8.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband