Landvarnarflokk strax.

Það er að verða dagljóst að það verður að stofna hér flokk sem að hefur á stefnuskrá sinni án undanbragða að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Samtök Fullveldissinna gætu verið vísir að svona flokki. Ég hallast  að því að hér sé orðið þörf á þjóðarflokki á hægri vængnum flokki sem að ekki skammast sín fyrir að standa vörð um frelsi landsins og einstaklingana sem að hér búa.

Það er orðið þungbært að að hlusta á þennan endalausa niðurrifsáróður sem er farin að hafa áhrif á landsmenn. Landsmenn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vera Íslendingar og ef útlendingar fyrirlíta okkur fyrir þá atburði sem að hér hafa orðið segir það meira um þá heldur enn okkur.

Að hlusta á Alþingi sem að telur sig ekkert hafa þarfara við tímann að gera meðan allt er hér á heljarþröm heldur en að karpa um aðild að ESB er eins og að vera fluga á vegg hjá gjaldþrota einstakling sem að væri fullviss um að það myndi bjarga öllu að ganga í Golfklúbb Kolbeinseyjar vegna þess að þá fengjust meiri lán hjá bönkum og sparisjóðum hann væri aftur orðin inn í samfélaginu með golfklúbs skírteini upp á vasann.

Það er ekkert sem að bjargar okkur hér nema við sjálfir og að vera þeir sem að við höfum alltaf verið áður en að nokkrir hámenntaðir peningamenn spiluðu rassinn úr buxunum og leikfélagar þeirra reyna nú að kenna þjóðinni um. Við þurfum iðnað við þurfum framleiðslu við þurfum gjaldeyri en við þurfum ekki ölmusu og styrki frá Evrópubandalaginu í skiptum fyrir auðlyndir þjóðarinnar. Þess vegna þarf hér flokk sem að velur sjálfstæðið það er greinilegt að engum núverandi flokka er treystandi til þess.

Eitt enn algjörlega óskylt þessu það varðar ráðgjöf Hafró hvernig stendur á því að kvóti er minnkaður í fisktegundum þar sem að ekki hefur einu sinni veiðst nema 25 til 30% af kvóta síðasta árs. Ég er að vitna í fréttir kvöldsins ef rækja er tekin til dæmis það er úthafsrækja þá voru ef ég man rétt 70% af kvóta síðasta árs óveidd það ætti að þíða að stofninn hafi náð að stækka en samt er kvóti minni á þessu ári en því síðasta þannig að stofninn hefur minnkað samkvæmt þessari úthlutun þó að ekki hafi verið veidd nema 30% ca. Það er eitthvað sem að ég skil ekki í þessu .


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjartanlega sammála. Okkur vantar ÞJÓÐLEGAN FRELSISFLOKK á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmala!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 01:32

2 identicon

Heill og sæll; Jón Aðalsteinn !

Tek undir; með þér, heilshugar.

Haf þú samband; ef þú vildir fylgja þínum hugmyndum eftir.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Styð þetta af öllu mínu hjarta enda annt um land mitt og þjóð.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.7.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Lýður Árnason

Alvöru sjálfstæðisflokkur mun rísa verði þessari ESB-tillögu þröngvað í gegn, annað er útilokað.  Varðandi rækjuna þá myndi maður vilja sjá engan kvóta á svo illa nýttu sjávarfangi en kvótahafar vilja halda sínum feng og breyta í þorsk enda fá þeir miklu hærra leiguverð fyrir hann en rækjuna.  Þessi tegundatilfærsla er lögleg og illu heilli skortir sjávarútvegsráðherra kjark til sjálfsagðra breytinga. 

Lýður Árnason, 12.7.2009 kl. 02:53

5 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 04:12

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn. Bara stutt comment hér veðrið er svo gott vil benda á að Samtök Fullveldissinna eru með fund á kaffi Rót í kvöld. Varðandi samstarfsyfirlýsinguna þá geri ég þá kröfu núna að þjóð sem á varla fyrir greiðslu atvinnuleysis bóta sé ekki að eiða að minnstakosti 1000 000 000 í einhverjar samningaviðræður í augnablikinu. Þessi peningur verður tekin af auknum sköttum okkar af matarskattinum og sjúklingaskattinum hann dettur ekki af himnum. Eg vil að þessari skattheimtu sé eitt í að  koma hjólunum af stað.

Við höfum lent í svona falli áður ég er ekki mikill reikningshaus en ég tel að þegar síldin hvarf hafi höggið ekki verið mikið minna. En það var náttúruáfall ekki glæpur sem á einhvern hátt hefur fengið þjóðina til að skammast sín að vera til. Tilfinningu sem þarf að létta af henni aftur en engin núverandi stjórnmálamaður virðist vera sá leiðtogi sem þarf til þess.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.7.2009 kl. 11:18

7 identicon

Sammála hverju orði þínu. Samtök fullveldissinna eiga greinilega hljómgrunn mjög margra nú um stundir, og vonandi að úr verði fyrsta alvöru fjöldahreyfing í allri sögu lýðveldisins sem gerir eitthvað gagn hérna, en hefur ekki þjófnað efst á stefnuskrá sinni, eins og hinir flokkarnir hafa haft hingað til.

óskar (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:28

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Rétt hjá þér Guðmundur gæti ekki verið meira sammála Óskar ég ætla að sjá hvað Samtök Fullveldissinna gera en hef í huga boð þitt um samband. Takk Marteinn það væntumþykju fyrir landi og þjóð eiga margir sameinlegt nú um stundir og svíður atburðarás undanfarinna vikna. Búin að svara  Páli mér finnst kostnaður of mikill við að skoða hvort að við viljum fara inn. Óskar innilega sammála þessu það þarf þessa fjöldahreyfingu vandamálið svona hreyfinga hefur verið að þetta eru yfirleitt sundurleitir hópar pólitískt séð þannig að þó að ást á landi og þjóð hafi bundið fólk saman hafa mismunandi pólitískar skoðanir sundrað. Því segi ég að ég hallast að því að svona hreyfing skilgreini sig til hægri en geri mér grein fyrir að það er fullt af vinstri mönnum sem að ann þjóð sinni og landi og vill halda sjálfstæðinu. Hélt að vísu að VG væri svoleiðis flokkur en reyndin hefur orðið önnur þeir virðast tilbúnir til að gefa eftir í þessu máli og það sem verra er ef fréttir eru sannar tilbúnir að kyngja því að þingmenn þeirra séu þvingaðir til að fara eftir línum sem að forustan gefur ég hélt að þingmenn hétu þjóðinni og landinu hollustu og engum öðrum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.7.2009 kl. 14:20

9 identicon

Það er eitthvað svo hlálegt að sjá fullorðna karlmenn fá hland fyrir brjóstið og kökk í hálsinn því þeir elska landið, þjóðina, o.s.frv. svo miklu meira en náunginn. Hægri öfgamenn taka sér slíka frasa oft í munn, því að því miður þá virðast þeir telja sig eiga einhvern einkarétt á þjóðerni og ættjarðarást. Ég harðneita því aftur á móti að tilfinningar mínar gagnvart þjóð og landi séu á nokkurn hátt ósannari, óhreinni eða minni þótt ég telji að landi og þjóð verði best borgið í ESB. Þess vegna bið ég ykkur lengsta orða að hætta að tala í mínu nafni -- ég á jafnan rétt á því að teljast Íslendingur og þið. Endilega hamist gegn ESB, það er ykkar lýðræðislegi réttur, en það kemur ekki ást ykkar á þjóðinni neitt við heldur viðhorfum ykkar til stjórnmála.

Halldór (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Halldór. Þú ert hugleysingi að koma hér ekki fram undir FULLU NAFNI, enda augljóslega rasisti gegn þinni  eigin þjóð með því að vilja
afsala henni fullveldi sínu og sjálfstæði og yfirráðum yfir helstu aulindum sínum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 15:02

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Halldór Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst þín skoðun ekkert hláleg hvort sem þú ert fullorðin eða ekki þá finnst mér þín skoðun eiga fullan rétt á sér og ekkert hlálegt við hana né aðrar skoðanir sem fólk hefur svo lengi sem að fólk virðir rétt annarra.

Ég og mínir skoðanabræður og í raun engin á einkarétt á því að unna landi og þjóð en mér finnst alltaf athyglisvert að í hvert sinn sem að þeir sem teljast til hægri í stjórnmálum minnast á land og þjóð þá er yfirleitt stutt í umræðuna um hægri öfgamenn eru það einhverjir öfgar að vilja að hver einstaklingur njóti frelsis til að gera það sem honum þykir best fyrir sig svo lengi sem að það er innan þess ramma sem að lög og reglur setja. Ég sé enga öfga í því að virða einkaframtakið og ekki svara með því að það hafi verið einkaframtak og frjálshyggja sem að setti landið á höfuðið ef hér hefði ríkt raunverulegt frelsi án afskipta þá væri ríkið ekki í ábyrgðum fyrir þessum skuldum ábyrgðum sem að ég tel að sé langt frá því hægt að fullyrða að rikið beri nokkra ábyrgð á menn fóru sér að voða á eigin forsendum og blekktu að mínu mati eftirlitsstofnanir.

Þú segir "Endilega hamist gegn ESB það er ykkar lýðræðislegi réttur, en það kemur ekki ást ykkar á þjóðinni neitt við heldur viðhorfum ykkar til stjórnmála"  Þá spyr ég á hvaða skoðun byggir þú þina skoðun um að okkur sé best borgið innan ESB er það pólitísk skoðun eða er það skoðun byggð á því hvað þú telur landi og þjóð fyrir bestu og ef að það er vegna þess að þú telur það þjóðinni fyrir bestu er þá tilfinning þín gagnvart þjóðinni sannari en okkar sem aðhyllumst hið gagnstæða?  Mín skoðun er einfaldlega sú að landinu verði best borgið með fullum sjálfákvörðunarrétti okkar til að bregðast viöllum þeim vandamálum sem að upp munu koma á hinni erfiðu leið sem liggur fyrir okkur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.7.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband