Kastljós kvöldsins

Ég fylltist skelfingu þegar ég hlustaði á Kastljós kvöldsins og hvað Lilja Móses dóttir kom fram með sem aðal lausnirnar við atvinnuleysinu Það er bygging tónlistarhús og síðan bygging Landspítala hvernig er það hef ég mist af því í fréttum hélt að hið svokallaða hátæknisjúkrahús væri komið í salt.

En af hverju er ég skelfdur jú vegna þess að þó að báðar þessar framkvæmdir séu góðra gjalda verðar skilar hvorug þeim arði sem að við þurfum núna við þurfum framleiðslu til að skapa gjaldeyrir til að greiða skuldir okkar. Menn agnúast út í Kárahnjúka virkjun en við skulum muna að hún skapar arð og mun borga sig upp að lokum og framleiða orku fyrir okkur sem einskonar peningavél. Hvað sögðu menn um til dæmis Búrfellsvirkjun sem núna skapar arð og er einn af þeim hlutum sem að sér okkur fyrir rafmagni sem er alls ekki svo dýrt þó að okkur finnist það. Það er skelfileg tilhugsun að hér skuli nú vera við völd stjórn sem að hefur ekkert annað á stefnuskrá sinni nema að ganga í ESB og setur þegna sína á lægri skör en umhverfið. Hvernig er annars hægt að skilja hina miklu þögn um nýjar virkjana framkvæmdir og Helguvík það á bara að þegja það í hel

Það á síðan að gefa eftir 10% af þeim losunarheimildum samkvæmt Kioto  sem að við þó höfum ég spyr bara hvort að fólk sé ekki í jarðsambandi. Ef ekki verður hér aukin framleiðsla á vörum til útflutnings strax verður landinu ekki bjargað og það er farið að hvarfla að manni að það sé í raun stóra planið. Hrekja þjóðina á vergang svo að hægt sé að taka herfangið. Það er gömul og reynd aðferð bæði hernaði og viðskipum. Er það ekki kallað að deila og drottna.

Ég held að það sem lýsi ástandinu hér best séu orð sem að barnabarn mitt notar ansi oft þegar eitthvað bjátar á en þau eru.  "Hvað er í gangi".  Enda kunna þriggja ára börn ekki annað en að segja sannleikann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband