Næsta skref

Hér er ríkisstjórnin að stíga næsta skref í því að afhenda auðlindir landsins til útlendinga. Hvernig jú með því að koma í veg fyrir að nokkur leið sé fyrir Íslendinga að rífa sig upp úr kreppunni með því að byggja hér upp iðnað. Ég tel það nálgast landráð eins og staðan er hér á landi að afsala sér núna réttinum á þeim 10% sem að við náðum við skulum ekki gleyma því að útblástur er hnattrænn og þau tækifæri sem að við látum framhjá okkur fara verða byggð annarstaðar og þá jafnvel knúin af mun meira mengandi orkugjöfum og munu hafa áhrif hér eins og þeir stjórnmálamenn sem hnattrænastir eru ætti að gera sér grein fyrir.

En sennilega er þetta hluti af stærra plotti það er að ganga þannig frá þjóðinni að hún flytji úr landi. Það verður sennilega fært í sögubækur að þjóð sem tórði Svartadauða Móðuharðindin og litlu Ísöldina í harðbýlu landi var loks flæmd burt af svokallaðri velferðarstjórn með sósíalísku ívafi.

Íslenska Lýðveldisflokkinn strax Stöndum vörð um fólkið í landinu og rétt þess til að framfæra sér og sínum á gæðum landins. Aldrei ESB


mbl.is Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála. Það eru mikilvægari mál fyrir íslendinga að leysa núna en að minnka gróðurhúsalofttegundir.

Helsta gróðurhúsalofttegundin, koldíoxíð, hefur nánast enginn mengandi áhrif.  Hún er skaðlaus, í því litlu magni sem hún finnst í andrúmsloftinu. Koldíoxíð er reyndar lífsnauðsynleg lífi á jörðinni og plöntur þurfa það til að geta vaxið. Vaxa reyndar hraðar þegar er meira af koldíoxíð, ekki eru það slæm áhrif.

Ég held að þetta sé eitt skref í átt að ESB að gera þessar skuldbindingar til að minnka  losun.

Karl (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband