Nýtt lýðveldi

Var að horfa á History channel í kvöld þáttur um Frönsku byltinguna þar sem að góðar hugmyndir leiddu til mikilla hamfara og dauða fjölda fólks áður en jafnvægi náðist enda er oft sagt að byltingar éti börnin sín.

Ég eins og margir aðrir hlustaði á Davíð í gær og mín sín á málið er að þar fer einstaklingur sem í raun vill þjóð sinni vel og vill hag hennar sem mestan og bestan. Eins og aðrir hef ég líka skannað bloggheima og ekki fundið margar athugasemdir sem að gagnrýna hann á málefnalegan hátt en þó má nefna athugasemd um bindiskyldu. Ég tel dagana þangað til hann fær málfrelsi.

Ég sá því miður ekki hvernig RUV sýndi hluta úr viðtölum við Davíð þar sem að hann var að mæra útrásina og bankana og þar með vinna vinnuna sína því hvernig getur Seðlabankastjóri komið fram og sagt að þjóðfélag sé að fara á hausinn það fer þá á hausinn um leið og viðtalið er búið. Mín sín á málið er það að þarna hafi fjölmiðill nýtt sér það að vera fjölmiðill í staðin fyrir að fara í góða greiningu á málinu en í staðin gátu menn ekki á sér setið að ná upp egóinu eftir Kastljósviðtalið að mínu mati.

Það vantar allr góðar greiningar á málum hér fjölmiðlar eru gjörsamlega getulausir hvað er langt síðan við höfum heyrt nöfn eins og Jón Ásgeir, Björgúlfur, Hannes, Birgir, Bakkavarabræður nefnd í miðlum það er óralangt síðan Voru þeir kannski aldrei til og áttu þeir engan þátt í því sem hér skeði. Eða eiga þeir enn góð tök í fjölmiðlum. Hvar er umfjöllun um hvað þeir eru að gera núna já og hvar er rannóknarblaðamennska á því hverju hinn Ástralski Krókódíla Dundee stendur fyrir sá sem ætlar að finna rógberana í fjöru þekkir ekki Jón Ásgeir þó hann hafi fundað með 365 og vill kaupa alt og alla hér og á svo mikið meiri peninga en allir aðrir. Hvers vegna skoðar hann enginn.

Okkur er andsk ekki viðbjargandi. Hér snýst allt um eitt og einungis eitt það er að koma Davíð Oddsyni frá völdum það er ekkert annað gert. Og í hamagangnum er allt í lagi þó að fyrirtækin séu fjárvana heimilin verði gjaldþrota skipaðir séu menn í háar stöður sem hafa fengið miljarð afskrifaðan já þetta er allt í fínu lagi bara ef að þeir sem það gera eru fólkinu þóknanlegir. (það er því fólki sem telur sig vera umboðsmenn okkar fóksins í landinu)

Það er skammast út í þingmann sem vinnur vinnuna sína og vill ekki æða með frumvarp í gegn án þess að skoða það betur, hafin vinna við að koma í gegn lögum um Sænsku leiðina sem er gott og líka gott að hún skuli bara ná yfir kaupendur því með sama áframhaldi gæti það orðið síðasta vonarbrauð fólks til að hafa ofan í sig að selja sig VG lokar að minnsta kosti ekki á þann möguleika með þvi að gera söluna refsiverða líka. En sennilega tekst þeim þó að troða þessu öllu vel undir yfirborðið og skapa hér gott rekstrarumhverfi fyrir glæpagengi og gera það ókleift að stunda mótvægis aðgerðir nema að litlu leiti.

En þetta eru forgangmál, það að fyrirtækin gangi eða að það komi eitthvað vit í lánamál fólks það má bíða.

Það hlýtur síðan að vekja upp spurningar þegar maður er talinn óhæfur og flæmdur úr embætti hér að Norski Seðlabankinn skuli þegar bjóða honum starf Norski Seðlabankinn er jú talin hafa staði sig mjög vel í kreppunni. Norðmenn hljóta að vera galnir eða eru það kannski Íslendingar sem hafa mist sig í blekkingum og nornaveiðum. Allavega finnst fjölmiðlum ekki þess vert að skoða hvers vegna Norðmenn telja sér til tekna að geta fengið þennan starfmann sem búið er að kasta rýrð á hér og flæma úr embætti.

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér líst ekki á ástandið. Ég held að Ísland sem lýðveldi sé að líða undir lok.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband