Hverju var verið að mótmæla.

Hverju var verið að mótmæla þarna seint að kvöldi og fram á nótt hélt að þegar verið væri að mótmæla einhverju þá væri reynt að skilgreina hverju væri verið að mótmæla og velja stað og stund samkvæmt því.

Mér þætti vænt um að mótmælendur hættu að kveikja elda í miðbænum heilu miðbæirnir hafa brunnið til kaldra kola út af einni rakettu, mér þykir vænt um samborgara mína í miðbænum og vill ekki að líf þeirra sé lagt í hættu að óþarfa.

Það er einnig sérstakt að þarna hafi einungis verið 100 mans segjum 200 á þeim tíma þegar þúsundir manna eru niður í bæ að skemmta sér. Það ætti að sína skipuleggjendum mótmælana að hinn almenni borgari hefur meiri áhuga á að drekka sinn lager inn á öldurhúsi en að berja ljósastaur með sleif.

Mín skoðun er sú að mótmælendur séu orðin eins og þeir sem þau mótmæla það er þekkja ekki sinn vitjunartíma það er snilld að stökkva af hestinum á réttu augnabliki en það er með þau eins og DO og JBH þau fara yfir hæðina og niður í öldudalinn í staðin fyrir að hætta á hátindinum sem að var fall stjórnarinnar annað kemur síðan að sjálfu sér.

Með því að reyna að koma af stað hér mótmælum í anda Grískra næturmótmæla eru þau einfaldlega að vinna gegn þeim stuðningi sem að þau hafa með alþýðu manna að mínu mati.


Ég mun halda áfram að mótmæla eins og ég hefr alltaf gert í kjörklefanum á kjördag en það er rétti staðurinn fyrir mótmæli að minu mati.


mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er einmitt málið það var ekki verið að mótmæla einu eða neinu þarna var hópur fólks að dunda sér við að kveikja bál. Skil ekki hvers vegna fjölmiðlar eru að setja einhvern mótmæla stimpil á slíka uppákomu.

Finnur Bárðarson, 15.2.2009 kl. 12:19

2 identicon

Rangt. Þetta voru mótmæli gegn því að fólk megi ekki vera með hávaða á mótmælum. Sturla vörubílsstjóri var nýverið handtekinn fyrir að vera með mótmæli f. framan Seðlabankann.

Ari (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband