Íhlutun í Íslensk innanríkismál.

Ég tel að það sé í raun okkar innanríkismál hvort við veiðum hval eða ekki. Stofni veiðar ekki stofnum í hættu er sjálfsagt að nýta þá þjóðinni til hagsbóta.
Eftir því sem að mér skilst er hér farið eftir veiðiráðgjöf og að mínu mati er komin tími til að það sé veitt allstaðar úr lífkeðjunni. Við einfaldlega getum ekki látið það eftir okkur að velja þær tegundir sem að við veiðum til matar eftir því hvort að hluti almennings telur þær gáfaðri eða fallegri en aðrar.
Ég hef enga trú á að ljónið láti fegurðarskynið ráða þegar það veiðir sér til matar eins er um homo sapiens hann veiðir til matar og afkomu. Það væri þá nær að banna veiðar sem stundaðar eru til skemmtunar og eru ekki nauðsynlegar til öflunar lífsviðurværis. Ef við værum samkvæm sjálfum okkur myndum við banna þannig veiðar.

Ég er líka á móti hótunum en það þarf ekki mikinn lesskilning til að lesa á milli lína í þessari frétt að ef við veiðum hvali þá höfum við verra af. Er það sem sagt réttlætanlegt að kúga þjóðir til að gera það sem þeim er sagt.
Ef að það er það vinarþel sem að Svíar bera til okkar þá mega þeir bara eiga sig. Ég er á móti kjarnorkuverum en ég virði rétt Svía til að framleiða rafmagn með kjarnorku í eigin landi ég er á móti drápum á saklausu fólki en ég skipti mér ekki af vopnaframleiðslu Svía sem er nokkuð stór hluti af þeirra þjóðarframleiðslu. Ég einfaldlega styð Svía í því að ákveða hvernig þeir lifa í eigin landi og fer fram á að þeir sýni okkur sömu virðingu.
mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér.  Virkilega góð grein.

Jóhann Elíasson, 28.1.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við erum yfirleitt sammála Jói og nú þarf að nýta það sem við höfum og landið býður upp á bæði til vinnu matar og öflunar gjaldeyris.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Jón frændi ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að sennilega verði mörg fyrirtæki á landinu gjaldþrota áður en Hvalur lýður undir lok

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.1.2009 kl. 23:42

4 identicon

Góð grein. Það er sjálfsagt að veiða hvalinn eins og við höfum gert um aldir. Ég gef lítið fyrir hótanir Svía og það hefur ekkert verið að marka þessi náttúruverndarsamtök þei þóttust geta skaffað fjögur hundruð störf á Kárahnjúkasvæðinu vegna hinna einstæðu náttúru eins og þeir kalla þetta, en var boðið að byggja upp samskonar störf á vestfjörðum sem skarta svo vissulega einstakri náttúru, en þeir hafa ekki skaffað eitt einasta. Árni er því miður marklaus maður.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála. Auðvitað eigum við að veiða hvalinn með því að veiða hann ekki erum við að rjúfa fæðumunstrið og hvalurinn eru jú að éta upp fiskinn okkar. Ég lít ekki á hval sem neitt gæludýr heldur er hann ætlaður okkur til átu. Hinir mega væla eins og þér vilja við eigum ekki að láta kúga okkur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband