Breyttir tímar.

Það er margt sem að veldur manni áhyggjum þessa dagana líka margt sem að gleður.
Það virðist vera að komast á ný stjórn því miður þá verð ég að segja það að ég hef ekki mikla trú á að sú stjórn gagnist þeim geira sem að ég starfa við sem er þjónusta við skipa og orkuiðnað.
Vinstri stjórnir hafa hingað til ekki skilað miklu til þess geira þjóðfélagsins að mínu mati og ekki hef ég trú á að VG verði framsækið í að hefja ný verkefni í uppbyggingu í iðnaði á næstu hundrað dögum. Hef frekar trú á að þeir leggi áherslu á önnur mál.

Að mínu mati verður vandamál við uppbyggingu framtíðar atvinnuvega þjóðarinnar hver menntastefnan hefur verið undanfarin ár við höfum lagt allt of litla áherslu á iðnmenntun í landinu og eins og ég benti á hér á bloggi mínu fyrir ekki margt löngu er líklegt samkvæmt hlutfallareikningi að ef bíllinn þinn bilar í Ártúnsbrekkunni og þú þarft hjálp að 49 lögfræðimenntaðir og 58 viðskiptamenntaðir keyri framhjá þér áður en að fyrsti bifvélavirkinn sést svipað hlutfall er á milli annara stétta. Þú hefur því meiri möguleika á að lögsækja þann sem seldi þér bílinn eða að fá viðskiptalega ráðgjöf um ný bílakaup heldur en að fá gert við hann .

Þetta á eftir að valda vandamálum við að reisa hér allt úr rústum því að til þess að gera það þurfum við að framleiða vörur til útflutnings vörur geta líka verið hugbúnaður og ýmis hátækni varningur en það breytir því ekki að til að framleiða margt af þessum varning er ekki lengur til mannskapur með viðeigandi menntun í landinu.

Af hverju segi ég það jú vegna þess að nú í atvinnuleysi sem hefur ekki verið meira í langan tíma heyrir maður auglýsingar þar sem óskað er eftir mönnum menntuðum á þeim sviðum sem snúa að viðhaldsvinnu í iðnaði að það þurfi að auglýsa eftir mönnum á þessu sviði þegar atvinnuleysi er eins mikið og nú er gefur til kynna að framboð á starfskröftum sé of lítið og of lítil áhersla hafi verið lögð á að kynna ungu fólki kosti iðnmenntunar og það sem hún hefur upp á að bjóða þegar valin eru framtíðar störf.

Eitt er víst að án iðnmenntunar og fólks sem tilbúið er að starfa við framleiðslu og verðmætasköpun munum við seint rísa úr rústunum.  

Þetta er einn hluti þeirrar peningavæðingar sem að átti sér stað hér á landi og er nú vonandi lokið. Innfæddir skiptast á pappír til að verða ríkir viðhaldsdeildir fluttar inn frá útlöndum, kjörum þannig haldið niðri svo að engum dettur í hug að læra viðkomandi fag.

Afleiðing þegar kreppir að og lífskjör verða ekki samkeppnisfær við þau lönd sem hið erlenda vinnuafl kemur frá fer það og eftir stöndum við þekkingin glötuð og það tekur óra tíma að vinna hana upp aftur og þar með samkeppnisfærni þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband