Hvað er rangt við það

Hin virti prófessor segir um að halda í  krónuna  
" Líklega myndi það samt þýða að gjaldeyrishöftum þyrfti að viðhalda í um það bil tíu ár hið minnsta, auk þess sem íslenskt hagkerfi yrði án tengingar við opna erlenda markaði og myndi að miklu leyti fara að snúast um landbúnað og fiskveiðar á ný"

Hvað er að því að byggja þjóðfélag á fiskveiðum og landbúnaði er ekki ein af frumþörfum mannkyns að hafa ofan í sig að éta. Nú svo gleymir hann stóriðjunni og fjölda mörgu öðru en hann gleymir ekki að ráðleggja okkur að ganga í samfélag heilagra. Samfélag sem að beitti okkur því sem að kalla má fjárkúgun fyrir ekki svo löngu. Ég sé ekkert að fiskveiðum og landbúnaði enda stundað hvoru tveggja og er hreykin af að lifa í þjóðfélagi sem að byggist á því

Hann segir líka " Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu bestu lausnina fyrir Ísland, því fyrr sem Íslendingar gangi þangað inn því betra fyrir Íslendinga. Þar að auki væri yfirlýsing um aðildarumsókn langskýrustu skilaboðin til umheimsins, um að íslenska stjórnkerfið vilji bót og betrun á því sem miður hefur farið."

Hvernig getur það verið besta lausnin fyrir þjóð að afsala sér yfirráðum yfir auðlindum sínum sem að við verðum að gera að mínu mati ef við förum inn og ég sé ekki nokkra tengingu milli aðildar umsóknar og þess að við verðum álitin betra fólk.  Er þetta nokkurs konar skírn þar sem að innganga í ESB jafngildir niðurdýfingu og fyrirgefningu syndana ég held ekki.

Við verðum einfaldlega að taka okkur saman í andlitinu og hefja hér viðreisnina en ekki að eiða orku og kröftum í að þrasa um hluti sem að í raun skipta ekki máli það eru ár þangað til við komumst í ESB það er þeir sem að vilja og en lengra þangað til við getum tekið upp evru það er þeir sem það vilja.

En uppbygging þjóðfélags á nýjan leik getur ekki beðið morgundagsins. Þar eigum við að taka til höndum á okkar eigin forsendum með nýjan stíl og byggja upp þjóðfélag sem byggir meir á manngildi heldur en mátti auðsins og mikilmennin eru þeir sem að láta sér annt um samferða menn sína um það snýst allt að lokum. ´



 

 


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. "Hvað er að því að byggja þjóðfélag á fiskveiðum og landbúnaði"

Fínn pistill. það er komið alveg nóg af þessum ESB-er málið kjaftæði.

Emma (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert flottur kall. Pabbaknús.

Þeir sem vilja lifa áfram á striti annara vilja fara í ESB þeir sem setja líf ofar auði velja aðra leið.

Peningamálastefna ESB er það al vesta sem nokkur þjóð getur farið út í. Við erum komin svo langt frá sannleikanum að við erum alveg að tapa okkur.

ESB er ekki bleyja sem er hægt að setja á sig þegar maður kúkar á sig.

Banki til þrautavara ? Vitið þið hvað það er. Það er banki sem er til í að halda blekkingunni lifandi.

Það er allt gert til að viðhalda rotnum svikum. Á kosnað lífs og heilsu borgaranna.

Nei við verðum að snú aftur til gamalla gilda í peningamálastefnu þar sem krónan verður virði þingdar sinnar í gulli.

Vilhjálmur Árnason, 20.1.2009 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband