Hvers vegna

Hvers vegna þarf ég að horfa á Norskan þátt til að fá einhverja greiningu á Íslenskri atburðarrás.
Hvers vegna ríkir þögn í fjölmiðlum um útrásar víkingana.
Hvers vegna snúast mótmæli almennings svo til eingöngu gegn stjórnvöldum.
Hvers vegna minnast formælendur mótmælendana sjaldan á þá sem fóru offari í Íslenskum fjármálaheimi
Hvers vegna vill ASI ekki verðtrygginguna í burt
Hvers vegna hóta bankar starfsmönnum sínum óbeint allt að 2 ára fangelsi ef að þeir rjúfa svokallaða bankaleynd.
Þetta eru örfáar af þeim spurningum sem að eru að brjótast innra með mér þessa dagana. Að horfa á úttekkt Norðmanna á Íslenska fjármálaheiminum varð mér áfall því að sú umfjöllun opinberar þann sannleik að hér hefur þannig umfjöllun eiginlega verið á núlli.
Ef við hugsum málið aðeins þá hefur ekkert skeð hér annað en það að menn rífast um hvort að stjórnin eigi að vera eða fara hvort eigi að skipta um gjaldmiðil eða ganga í ESB ef þetta er ekki að drepa málinu á dreif þá veit ég ekki hvað það er.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Svör við fyrstu 4 spurningum þínum er að útrásarvíkingarnir eiga flesta fjölmiðlana á Íslandi og þeir stjórna því hvað birtist í þeirra fjölmiðlum. Þeir beina allri athygli frá sér yfir á stjórnvöld. Þeir stjórna því hvað fólk hugsar. Fólk er heilaþvegið af fjölmiðlum þeirra. ASí vill ekki verðtrygginuna burt út af lífeyrissjóðunum (sukkstofnunum) , við getum víst ekki rekið lífeyrissjóði án verðtrygginar eins og önnur lönd, skrýtið. Bankar hóta starfsmönnum sínum þessu til að glæpir helstu eigenda og stjórnenda komist ekki upp. En þetta vissir þú nú er það ekki? Hér er góð hugmynd sem gæti bjargað okkur Íslendingum. http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/725357/

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jú ég hef hugmyndir um svör af þessu enda verið að pæla í því hvernig getur tildæmis listamaður sem þarf að selja vörur sínar hjá fyrirtækjum í krossfisknum gagnrýnt hann vara hans einfaldlega kemst hvergi að eða það er hætta á því og hann fær engan arð af vinnu sinni. Þetta á við um plötur og bækur jafnt skáldsögur sem æviminningar. Þess vegna finnst mér vera svolítið tómahljóð í allri gagnrýninni það má alveg gagnrýna stjónrvöld en það er bágt að restin af gagnrýninni þurfi að vera borin fram í útlöndum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.11.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg er enn að melta þessa dollara hugmynd

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.11.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband