Áfram eða afturábak

"það verður aldrei hægt að halda því fram að ESB-aðild yrði skref fram á við fyrir sjávarútveginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA." 

Er ekki alltaf verið að segja okkur að ESB tæki okkur opnum örmum og við myndum örugglega ná flestum okkar málum í gegn. En þegar innganga yrði skref afturábak fyrir undirstöður atvinnugrein landsmanna ber okkur að segja hingað og ekki lengra ekkert ESB takk fyrir. Menn eru sem sagt til í að fórna meiri hagsmunum fyrir minni að mínu mati. Ég geri nú bara eins og aktivistarnir (hroðalegt orð) Bandit og leyfi mér að mótmæla því að við göngum í Evrópu batteríið.


mbl.is Yrði illt að sjá á eftir LÍÚ úr Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Inn í ESB og það strax! Íslands væri ekki í þessum forarpytti sem það er núna hefðu menn gengið þarna inn. Það er fyrir löngu kominn tími til að hætta að hlusta á heimsenda spádóma þröngsýnna afturhaldseggja og einangrunasinna. Það hefur ekkert vitrænt komið frá ykkur inn í þessa umræðu.

Hulduheimar, 25.11.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

eigum við ekki að kanna málið og sækja um aðild í stað þess að giska og fordæma?

ef niðurstaðan verður okkur ekki að skapi, verður samningnum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gestur Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 01:24

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Málið verður örugglega kannað Gestur og síðan verður þjóðaratkvæðagreiðsla  og sé það eins og Vilhjálmur segir að það sé ekki framfaraspor fyrir höfuð atvinnugrein okkar sem stendur að ganga inn vona ég að það sé fellt.
Ég er einungis 1/330000 af þjóðinni svo þó að ég sé búin að móta mína skoðun þá virði ég rétt hinna. Það sem mótar skoðun mína gagnvart batteríinu er það að þeir skildu kúga okkur í Icesafe málinu ég er þeirrar skoðunar að við eigum að borga eins og okkur ber að lögum en ég er á móti því að þjóðir kúgi hvor aðra það eru dómstólar til að leysa ír ágreiningi.
Því einfaldlega treysti ég þessum félagskap ekki sem stendur og held því miður að það endist mér ævina.

Hulduheimar ég er ekki með neina heimsendaspádóma ég hef bara trú á að við myndum njóta meiri velsældar utan batterísins en innan þess ég er meira að segja þeirrar skoðunar að þó að dimmt sé núna þá verði undraskjótur tími þangað til við verðum komin á lappirnar aftur vonandi með það í reynslubankanum að raunverulegir peningar eru ávísun á verðmæti en verða ekki til úr engu.
Höfum við það að leiðarljósi þá verður eftir sem áður einna best að lifa hér á landi. Einnig vil ég benda þér á að það er ekki bara sólskin í ESB löndunum þau eiga við kreppu að stríða líka þannig að það væri ekkert víst að við værum betur komin þar inni.
Hvort að það er IMF eða ESB sem lánar peninga hafa lán alltaf þann ókost að það þarf að borga þau til baka. Svo að ég er ekkert frá því að við værum í sama forarpyttinum þó að við hefðum verið í ESB við erum í forapyttinum vegna þess að við misstum allt veruleikaskyn og bjuggum til heilmikið af verðmætum sem voru síðan bara froða með ekkert  áþreifanlegt bak við sig.

Af því að jólin eru að koma má segja að hagkerfið hafi verið eins og glas sem appelsíni og malti er helt í af krafti það fyllist en þegar froðan hefur sjatnað þá sérðu hið raunverulega innihald af vökva í glasinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.11.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband