Að axla ábyrgð

Það er ekki annað hægt að segja en að helgin hafi verið viðburðarík stór fundur í miðbænum brotnar rúður í lögreglustöðinni. Ég var ekki á Austurvelli því að ég hef tekið upp þann sið að taka vinnu á laugardögum ef hún býðst. Sið frá eldri kreppum sumum jafnvel undir stjórn vinstrimanna eins og Ólafs Ragnars og Steingríms J kreppum þegar þjóðin lék á reiðiskjálfi vegna þess að Steingrími H þótti grjónagrautur bara hreinlega góður og kennt var að hantéra tindabikkjubörð í útvarpinu vegna þess að kílóverðið var 15 kr og ASI rak lágvöruverslun upp á höfða en þetta man enginn í dag.

Ég horfði á mótmælin í tölvunni minni eftir vinnu og sé ekki annað en að þetta sé replay frá fyrri helgum með nýjum andlitum "Stjórnin burt  Jáááááááá Davíð burt Jááaáááaá burt með spillinguna Jáááááá. En en minna um hvað á að koma í staðin litlar lausnir að mínu mati en örugglega ágætis útrás fyrir reiðina sem skiljanlega býr innra með fólki vegna liðinna atburða.

Að mínu mati var hvatt til mótmælana við lögreglustöðina á fundinum á Austurvelli. Þau mótmæli fóru úr böndunum það varð húsbrot og tjón á eignum, fólk varð fyrir miska og þurfti aðhlynningu ég tel þennan atburð mikil mistök.
Mér finnst því að ef fundarboðendur á Austurvelli eru samkvæmir sjálfum sér hljóta þeir nú að íhuga hvort þeir axli ábyrgð á þeim atburðum og borgi þær skemmdir sem urðu á lögreglustöðinni og jafnvel stígi til hliðar eins og þeir vilja að stjórnvöld axli sína ábyrgð og segi af sér vegna atburða sem að þau eru talin bera ábyrgð á. 

Mér finnst einnig athyglisvert að sumir mótmælendur virðast ekki alveg sannfærðir um að málstaðurinn sé þess virði að opinbera sig fyrir hann, mér finnst það skrítið því hvað er göfugra en málstaður þeirra sem að vilja byggja nýtt þjóðfélag það er engin þörf á að fela andlit sitt þegar maður berst fyrir þeim málstað. Og maður axlar þá ábyrgðina sem að því fylgir.
.
Ég hefði ekki viljað vera foreldri þeirra barna sem að voru að henda eggjum í Alþingishúsið það er varla þáttur í að kenna virðingu fyrir lifandi og dauðum hlutum að láta afkomendur sína komast upp með þannig athæfi það gæti orðið erfitt seinna að útskýra fyrir þeim hvers vegna ekki má krota á vegg eða henda eggi í bílinn sem leiðinlegi kallinn í næsta húsi á. Ég er kannski gamaldags en mér finnst þetta ekki rétt.

Á forsíðu fréttablaðsins er mynd af sérsveit lögregluna æstum mótmælendum frelsishetju sem að hylur andlit sitt já og barni sennilega 11 til 12 ára með andlitsgrímu þeirrar gerðar sem er borin af skæruliðum og hryðjuverkamönnum myndin hneykslaði mig. 

Foreldrar áður en að þið samþykkið að börnin ykkar mæti með skíðagrímur á andliti í mótmæli já og áður en þið yfirleitt leyfið börnunum ykkar að fara á mótmæli hugsið þá hvaða starfi þið gegnið þið eruð uppalendur og ábyrgðarmenn þessara sömu barna og ykkur ber skylda til að sjá til þess að þau séu aldrei í hættu.
Þið eruð líka ábyrgðarskyld gagnvart því sem að þau gera sé miðað við dóm þegar foreldri veiks barns var dæmt til að greiða skaðabætur til kennara sem að barnið hafði slasað í óvitaskap sínum samkvæmt þeim dómi berið þið alla ábyrgð á því ef að þau valda slysi af óvitaskap. Það er ábyrgð sem að getur verið erfitt að axla.

Það er réttur allra að mótmæla en það er líka réttur allra að gengið sé af virðingu um sameiginlegar eignir þjóðarinnar og ef að við berum ekki virðingu fyrir lýðræðinu er ekkert gefið að það vari að eilífu.
Það er nefnilega lýðræðið sem að lokum gefur ykkur færi á því að segja skoðun  ykkar á gjörðum ráðamanna.
 Góða vinnuviku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla hjæa þér, ekki hægt að gera betur.

Brynjólfur Teitssin (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Jón. Ég átti nú ekki von á að sjá þig hér á blogginu. Veistu það, að ég held að það sé best að búa í Borgarfirðinum okkar Jón,  þegar ég kem í sveitina að þá verður algjört spennufall og það dettur engum manni í hug að tala eða ræða þetta ástand í þjóðfélaginu eins og það er í dag, uppí Borgarfirði. Ertu bara ekki sammála mér ?  

Kveðja til þín, Guðbjörg Elín.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel hugsuð grein; tek undir þessi skrif þín, Jón Aðalsteinn. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.11.2008 kl. 04:47

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka svörin
Gugga já Borgafjörðurinn er bestur ég þarf að fara að fara þangað mikið oftar  til aflestunar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.11.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaðan eruð þið úr Borgarfirði? Ég var ég sveit hjá þeim ágætu feðgum Ólafi og Þorgeiri í Kvíum í Þverárhlíð.

Jón Valur Jensson, 25.11.2008 kl. 12:06

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður nafni ég gekk í spor nafna míns í fellaflóanum þar sem að hans spor eftir lítin fót voru eins og stendur í kæðinu á Rauðsgili

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband