Steingrímur fær prik

Ég vil hrósa Steingrími fyrir að fara ekki niður á rekum Davíð planið jafnvel þó að Egill hafi margreynt að koma honum þangað. Og ágætis mál að skoða samstarf við Norge það skildi þó ekki vera að hluti af þessari kreppu sé vegna yfirráða í norðri. Það er athyglisvert að við höfum ekki fengið stuðning frá neinum nema Færeyingum en við fengum fullt af mótmælum gegn láni frá Rússum. Það skildi þó ekki vera planið að mýkja okkur svolítið upp áður en við verðum gleypt af evrubatteríinu sem hluti af plani um yfirráð yfir norðurhöfum. Evrópusambandið á ekki svo að ég viti aðgang þangað nema í gegnum nýlendukúgun Danmerkur á Grænlandi sem myndi enda ef sjálfstæðissinnum á Grænlandi yxi fiskur um hrygg. Kannski að málið snúist bara um landvinninga þegar upp er staðið. Ég hef ákveðnar efasemdir gagnvart ESB. Ég veit ekki betur en að Eystrasaltslöndin, Pólland og Ungverjaland séu komin inn í það anddyri sem að á að bjarga öllu fyrir okkur og er svo ekki Rúmenía þar líka. En hversvegna eru þá þúsundir manna hér á landi í vinnu frá þessum löndum ef að allt á að bjarga okkur með því einu að ganga ínn í ESB og það eru ekki allir þessir einstaklingar á leið heim. Þar sem að ég vinn vinna einnig erlendir starfmenn sem ekki eru á leiðinni heim afhverju ekki jú vegna þess að ástandið þar er ekkert betra okkur er bara ekki sagt frá því því það hentar ekki og ég er ekki að tala um Austur Evrópuland heldur Suður Evrópu.

Getur einhver því svarað fyrir mig hvernig innganga í ESB á að bjarga okkur þannig að héðan flytjist ekki fólk þegar við sjáum þessa miklu fólksflutninga frá ESB landi til ESS lands.

Það er sagt að hér á landi séu 16000 erlendir starfsmenn ef að allt er svona betra í ESB fer þetta starfsfólk það þýðir að 16000 störf losna eða eru lögð niður. Því samkvæmt fullyrðingum um draumaheiminn í ESB þá drífur þessi vinnukraftur sig nú heim. Þá losna hér störf fyrir þá sem missa vinnuna og atvinnuleysi kemur þess vegna ekki til með að verða eins mikið og af er látið. Aftur á móti verður fólk að sætta sigð við að fá sigg á hendurnar í einhvern tíma og vinna störf sem að það hefur ekki talið sér samboðið og hver veit nema að það hafi bara gott af því og útkoman verði betra þjóðfélag með aukinni samhygð.

 

 

 

 


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Bráðum uppfyllum við Maastricht skilmálana um atvinnuleysi. Er atvinnuleysið þar ekki um og yfir 10 af hundraði?

Tori, 2.11.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband