Horfa aðeins um öxl

Nú þegar þeir einu sem telja sig til réttsýnna Íslendinga fara hamförum og vita flest betur en aðrir ættu þeir að líta til baka. Skoða til dæmis hvort að Seðlabankinn hafi ekki komið með varnaðar orð.

Hér er frétt úr Vísi þann 11 apríl http://www.visir.is/article/20080411/FRETTIR01/517932573
Fasteignamarkaður Seðlabankinn spáir kollsteypu á fasteignamarkaði
Hver voru viðbrögðin já elsku landar rifjið upp hvað þið sögðuð þegar þessi frétt birtist.

"Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur spá Seðlabankans of svartsýna"
"Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ekki von á sömu þróun á fasteignamarkaði og víða erlendis"
Fleiri lögðu orð i belg og margir bloggarar töldu þetta fásinnu. Tek þetta sem dæmi um að það komu aðvaranir frá bankanum það hlustaði bara enginn enda ekki gott að heyra mitt í veislunni.

Aðalvandamálið við þessi mótmæli er þó að það eru engar lausnir boðaðar bara reka reka reka en ekki orð um hvaða aðgerðir skuli grípa til til að laga. Bara ráða einhverja fagmenn og þá heyrast oft nöfn þeirra sem verðlaunuðu útsjónarsemi Landsbankans. Kannski að Jon B eigi töfrasprota og geti bara töfrað vandamálin í burt.
Jú ein aðgerð er boðuð sem algjört trúboð það er að skríða á hnjánum til ESB sama hvað bara please takið okkur undir pilsfaldinn og þar fer forusta verkalýðsins fremst í flokki með umboð um 200 einstaklinga sem að eftir því sem að ég veit best hafa ekki leitað leyfis hjá umbjóðendum sínum til að krefjast inngöngu í ESB er þetta kannski lýðræði mótmælaendana í hnotskurn. ASI gleymdi þó ekki að árétta við fólk að mikið lægi við að halda áfram að greiða félagsgjöldin þó af atvinnuleysisbótum væri. Það kemur sennilega ekki til greina að gera undanþágu til þess að atvinnulausir haldi réttindum sínum í félögunum í einhvern tíma án þess að greiða til þeirra þó að þeir missi vinnuna þetta er jafnvel fólk sem að hefur greitt félagsgjöld til verkalýðsfélaga árum saman. 
Svo sé ég að Sturla er komin á pall væri gaman að sjá hvað þeir bloggarar sem nú vilja sem mest mótmæla skrifuðu um hans aðgerðir fyrr á árinu þær ógnuðu þjóðaröryggi og hann og hans menn áttu skilið að vera gasaðir að mati margra. Nú væri gaman að fara yfir málin og athuga hvort enn er samhljómur í málflutningnum.
Mér finnst bara gott að fólk mótmælir það er réttur þess en það á að koma með lausnir á vandamálinu um leið annað er bara múgæsing að mínu mati.

Hvernig haldið þið síðan að samningsaðstaða þeirra sem eru að reyna að semja um málin fyrir okkar hönd þegar ljóst er að nóg er að bíða eftir því að við tortímum sjálfum okkur það reyndist erlendu valdi vel á 12 öld og hætt við að það verði eins nú og hvað sem að fólk trúir í raun þá er hinn bitri sannleikur að það kemur ekki til með að vora fyrr eða hafa áhrif á hvernig tíðarfar í vetur er þá að fólki takist að flæma einn seðlabankastjóra burt.


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég get ekki séð að þessi frétt á vísi.is geti flokkast undir varnaðaorð frá Seðlabankanum.  Þarna birtist bara spá um þróun sem allir vissu.  Fasteignamarkaðurinn var búinn að vera frosinn í hálft ár og þesskonar ástand getur ekki leitt til annars en verðlækkunar í 15% verðbólgu er auðvelt að geta sér til um að lækkunin getu numið allt að 30%.

Eingin varnaðarorð voru um að fjármálkerfi landsins gæti hrunið er að finna í þessari frétt né öðrum frá Seðlabankanum.  Enda á hans ábyrgð að koma í veg fyrir það og þá ábyrgð telja flestir að stjórnendur Seðlabankans eigi að axla núna.

Magnús Sigurðsson, 1.11.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband