Fáráðleiki forsjárhyggjunar

Það má ekki flengja börn það má ekki bíta börn það má ekki taka í öxlina á börnum en það má gefa þeim ritalin. Ekki veit ég hvað er rétt og hvað er rangt en ég veit þó að um miðbik síðustu aldar þótti lítilli frænku minni gott að bíta í leiksystkini sín til að árétta mál sitt eftir langan tíma með fortölum og ábendingum fannst móðurinni nóg komið og sýndi barninu hvað bit er með því að bíta það þegar það beit. Samkvæmt munnmælasögum ættarinnar var bit ekki vandamál á þeim bæ eftir það. Barnið áttaði sig á að það var að valda öðrum sársauka og lét af hegðuninni. Ég er ekki að tala um að bíta stykki úr einhverjum heldur að reyna að sína einstaklingnum fram á að þetta er rangt og stundum þarf að grípa til örþrifa ráða til að rjúfa svona hegðun. Það að dæma manneskju í fimm mánaða fangelsi frá börnum sínum vegna þess að hún er að reyna að rjúfa vítahring áráttuhegðunar er eins forsjárhyggjulegt eins og mögulegt er og eflaust framkvæmd af þeim snillingum sem að berja sér síðan á brjóst og tala hæst um vanhæfa foreldra sem að ali upp agalausan lýð. Börn læra með reynslu þau stinga lykli i innstungu og fá straum þá heitir innstungan bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz og er hættuleg og hægt er að venja þau af ýmsum ósiðum á eftir með að segja ó ó þetta er bzzzzzzzzzzzzz. Við segjum líka ó ó heitt heitt vegna hvers jú barnið hefur snert heitan hlut og komist að því að það er vont og betra að passa sig. Við lærum öll af reynslu og hún getur verið sársaukafull þess vegna reyna foreldrar að hlífa börnum sínum við svoleiðis reynslu að bíta annað barn getur verið stórhættulegt og veldur auk þess miklum sársauka svo að ef það að sýna barninu orsök og afleiðingu hjálpar finnst mér það bara hið besta mál. Fjallað var um flengingar fyrir nokkru ef að flenging getur komið í veg fyrir að barn taki upp þá hegðun að hlaupa beint út á götu og læra kannski af sárri reynslu að það er ekki gott að verða fyrir bíl ef að hirting kemur í veg fyrir það finnst mér það bara allt í lagi. Ég er ekki að tala um misþyrmingar heldur aga aga sem veittur er af ástúð og væntum þykju til að forða óvitum frá skaða. Það hefur viðgengist öldum saman að foreldrar hafi haft rétt til að grípa til aðgerða í uppeldi til að leiða einstaklinga á rétta braut sumir hafa misbeitt þeim en mikill meirihluti foreldra skilar börnum sínum út í lífið sem vel hæfum einstaklingum. Og sum okkar voru þannig á æsku árum að það þurfti að taka í öslina á okkur og ég held að þess þurfi enn allavega hef ég ekki heyrt að Kári hafi fundið óþekktar genið enn.
mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í mínu ungdæmi var ávalt talað um fáránleika en ekki fáraðleika !

brahim (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband