Ég er geldur

Ég er alveg steingeldur og hugmyndasnauður í augnablikinu hvar skuli bera niður fjaðurstaf  til að létta á  innri ofsa mínum þessa stundina. Ofsi sem að kemur fram í höfuðþrýstingi sem best er að losa sig við áður en leifarnar af Ike heitnum lækka loftþrýstingin hér á morgun held ég gæti hreinlega sprungið af vonsku ef umhverfis þrýstingur lækkaði til muna. 
Hvers vegna jú mér finnst eins og fáránleikinn og heimskan hafi endanlega yfirtekið allt og ég sé aukaleikari í einhverjum súrrealískum gleðileik skrifuðum af hálfsúrum höfundi japlandi á einhverju sem að ekki er einu sinni búið að finna upp enn.
Hver stjórnvitringurinn á fætur öðrum kemur fram og segir okkur að allt sé í lagi en er varla farin af skjánum áður en að næsta áfall rýður yfir það er engu líkara en að þessir aðilar hafi ekki hugmynd um hver þróunin er. Við skulum ekki gleyma því að það eru þessir aðilar sem að setja lög og reglur og ramma utanum viðskipti og það eru þessir aðilar sem að hafa talað mest fyrir einkavæðingu og frelsi skildi það vera að þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir hafi gert og hafi jafnvel opnað box Pandoru án þess að hafa hugmynd um það.
Það er farið að hvarfla að mér að í raun viti þeir það afskaplega vel og hér sé á ferðinni vel skipulögð aðgerð til að færa pening frá alþýðunni yfir til þeirra sem eru guðunum þóknanlegir hvers vegna tel ég þetta jú það er það sem er að ske fólk sem að ekkert hefur sér til sakar unnið annað en að borga af sínu sér nú að það er komið í sömu stöðu og fyrir fjórum til fimm árum síðan allt sem borgað hefur verið er horfið lánin hafa hækkað og afborganirnar til næstu 20 til 30 ara þetta er ekkert annað en eigna upptaka frá mínum bæjardyrum séð. Svo voga þessir sömu aðilar að horfa í augun á fólki og segja því að þetta sé nú því sjálfu að kenna svona sé að offjárfesta en hvað um okkur sem að ekki offjárfestum.
Fjórða valdið heldur oft fram mikilvægi sínu á tyllidögum en hvar er sjálfstæð greining og skoðun á því sem er í gangi ég verð ekki mikið var við hana en meiri áhugi virðist vera á að fylgjast með hvort amerískar leikkonur gangi í nærbuxum eða ekki og endalausum könnunum hvort að menn vilji evru eða ekki. Getur verið að eigna tengsl og hagsmuna tengsls haldi fjórðavaldinu niðri ekki veit ég en veit þó að það eru merkilegri hlutir í gangi en hvort að einhver lóan þarna úti í hinum stóra heimi hefur trúlofast kynhverfri vinkonu sinni eða ekki. 
Smile  nú er mér mikið léttara Devil enda ekki annað en hægt að brosa að vali sjónvarpsins á lagi eftir  tíu fréttirnar kannski að þar sé komin sú greining sem að ég var að kalla eftir eða hvað á betur við í dag en  gamla góða lagið  You aint see nothing yet ??.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband