Ég er saklaus

Ég er búin að fá upp í kok af því að heyra það í hverjum einasta fréttatíma að ég sé sekur um það að hafa steypt hér öllu í glötun og að ég verði að breyta mér hætta að eyða og gerast betri maður.
Ég hef ekki breytt neinu í mínu lífi undanfarin 50 ár ekki tekið erlend lán ekki skuldbreytt ekki stundað utanlandsferðir flest húsgögnin mín eru notuð nota ekki yfirdráttinn minn en ég viðurkenni það að ég kaupi mér stundum hlaup á laugardögum.
Landsmönnum er ekki bjóðandi upp á þennan málflutning við kusum stjórnvöld sem að við ætlumst til að vinni vinnuna sína eða segi störfum sínum lausum ef þeir treysta sér ekki til þess. Þeim af oss sem að misstigu sig á ljúfu brautinni eiga landfeðurnir að sjá sóma sinn í að skamma og reina síðan að mýkja lendinguna og bjarga þeim sem hægt er að bjarga en hjálpa hinum að komast aftur á réttan kjöl í framtíðinni. Sömu landsfeður eiga síðan að tukta til refina sem að gerðu allt vitlaust i hænsnabúinu í eigin hagsmuna skyni. Ég fyrir mitt leiti og vona að ég tali þar fyrir hönd flestra sem eru í sömu aðstöðu get ekki sætt mig við að vera útmálaður sem einhver glæpamaður sem að hafi sett heilt þjóðfélag á hausinn ég tel glæpamennina vera þá sem að með leik sínum og myndun verðmæta sem ekkert voru nema pappír ollu því að afborgun mín af húsnæðinu hefur hækkað um meira en hálfan tug þúsunda þeir ollu því einnig að allt sem að ég hef borgað síðan 2003 er gufað upp á örfáum mánuðum. Ég og mínir líka erum ekki áskrifendur af laununum okkar við erum ekki sjálftökufólk um kjör lífsafkoma okkar er ekki tryggð með bæði belti og axlaböndum ég vona að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi NU ER KOMIÐ NÓG.
Við viljum sjá aðgerðir strax en ekki pælingar og aðgerðir sem eru fólgnar í einhverju öðru en að berja alltaf á sama fólkinu fólkinu sem í fæstum tilfellum á sök á vandanum en þarf alltaf að borga sukkið.

Og já ég skal leggja mitt á vogaskálina og hætta að kaupa hlaup á laugardögum .

PS
Ansi athyglisvert i speglinum í kvöld ég gat ekki annað en hugsað að nú væri áróðurinn um að allt færi til fjandans að bíta í skottið á sér. Fyrst var talað við konu sem er sérfræðingur í spillingu sú góða kona segir að vogunarsjóðir og peningamenn séu að sprengja upp olíuverð til að græða og þetta sé bara bóla sem muni hjaðna. Mjög trúverðug kona og vissi greinilega hvað hún var að tala um.
Næsta atriði í speglinum var það að olian væri að verða búin verð mundi aldrei lækka og allt væri að fara til fjandans
Megum við almúgin endilega fara framm á það að áróðurinn sem er troðið í okkur sé að minnstakosti einsleitur svo að við ruglumst ekki á rétttrúnaðinum.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög gott og ekki vanþörf á áminningunni.  En það virðist, eins og þú bendir á, alltaf vera svo að við "sauðsvartur almúginn" eigum að greiða fyrir "sukk" og mistök í hagstjórninni en EF eitthvað gengur vel (sem er nú afskaplega sjaldgæft) þá fáum við þau sömu EKKI að njóta ávaxtanna.  Ég er nú svo mikill eiginhagsmunaseggur að ég ætla EKKI að hætta að fá mér nammi á laugardögum en reyndar er ég farinn að ganga meira en það er vegna þess að sjálfum blöskrar mér svo verðið á bensíninu og svo þarf ég bara á því að halda en ég geri þetta ekki fyrir áeggjan Geirs Haarde.  Mér finnst alveg með ólíkindum að heyra menn, sem eiga nú að hafa eitthvað meira en ekki neitt á milli eyrnanna, kalla þá niðursveiflu sem við erum að upplifa núna KREPPU, þessir menn vita ekki hvað KREPPA er þeir vita ekki að í kreppu á fólk ekki fyrir mat og öðrum nauðþurftum en nú er verið að tala um að fólk er að draga saman í LÚXUS (fara í tvær utanlandsferðir í stað þriggja áður og jafnvel að láta tvo bíla duga í stað þriggja og þess háttar).  Þetta kjaftæði "éta" svo stjórnmálamennirnir upp og virðast svo ekki átta sig á því að með þessu kjaftæði sínu geta þeir verið að "tala" efnahagslífið "niður"..  Nei Jón ef ég væri þú yrði skammturinn af hlaupinu á laugardögum tvöfaldaður, ég þekki þig og veit að þú ert fyrir löngu búinn að leggja þitt af mörkum fyrir þetta þjóðfélag en ég er ekki alveg eins viss um að þjóðfélagið hafi gert mjög mikið fyrir þig.

Jóhann Elíasson, 19.6.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Stjórnvöld og litlu fylgismenn Sjálfstæðis og Samfylkingar eru að reyna bægja umræðunni frá eigin ábyrgð.  Ágúst Ólafur var um daginn að tala um fyrirtækin þyrftu að gera betur og nú er það almenningur að mati Geirs sem á að breyta sínu mynstri á meðan þau Ingibjörg eyða sem aldrei fyrr í öryggisráð, varnarmálastofnun og einkaþotur.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband