Álit annarra

Það er slæmt að tilheyra þjóð sem á í þeim ýmindar vanda að dráp eins til tveggja hvítabjarna geta riðið mannorði hennar að fullu út í hinum stóra heimi. Það er þá ekki mikið álit á okkur fyrir. Mér finnst það til marks um hvað mannskepnan er orðin sjálfhverf og skrítin að Bjössi skuli fá alla þessa umfjöllun. Á mínum yngri árum kom í fréttum að smaladrengur einn sá hvítan hest álengdar þegar betur var þetta var hvítabjörn drengurinn bjargaði sér til bæja, bændur fóru og felldu dýrið af því kom forsíðu mynd í Tímanum málinu var lokið, eðlilegt þótti að koma í veg fyrir að ógn af dýrinu fyrir menn og fénað. Í dag skiptir maðurinn minna máli heldur en afdrif  bjarnarins sem að þegar er búin að valda tjóni á varpi bóndans og heldur honum í gíslingu heima hjá sér og frá verkum sínum á búinu hann sem sagt truflar atvinnu og ferðafrelsi fjölskyldunnar á bænum að mínu mati. 
En ég man ekki betur en að fyrir nokkrum vikum síðan færu menn hamförum á blogginu yfir hópi manna sem að jafnvel var líkt við hryðjuverkamenn. Þeir töfðu fólk á leið til vinnu og gott ef að þeim var ekki óskað eilífrar vistar í víti fyrir að halda fólki frá brýnum erindum og síðan meisaðir. Fáir risu þeim upp til varnar enda náttúrulega bara menn en ekki birnir. Því hlýt ég að álykta að hvítabirnir megi trufla fólk en vörubílstjórar ekki. Hvítabirnir eru því ofar í virðingarstiganum en bílstjórar.
Við erum líka svo sjálfumglöð að við viljum heldur loka dýr sem að hefur alið æfi sina frjálst inni í búri í dýragarði heldur en að sýna því þá mannúð að lóga því, við viljum heldur hafa það sem sýningargrip okkur til ánægju. Því hlýt eg að álykta það er í lagi að pína þá til veru í búrum en það má ekki aflífa þá eins mannúðlega og hægt er.
Það er gott að fjársterkir aðilar vilji leggja björgun Bjössa lið og þá helst koma honum til Grænlands  þessi góðmennska bjargar allavega okkur skattgreiðendum frá kostnaði af þessari arfa vitlausu framkvæmd. Best hefði þó verið að dýraverndunarsamtök hefðu tekið málið að sér á sinn kostnað málið er þeim skildast en ekki hef ég heyrt að tilboð hafi streymt frá þeim heldur bara tillögur um hvað aðrir ættu að gera í málinu sem fær mig til að álykta að skoðanirnar hafi meira forgang en framkvæmdaviljin á þeim bænum.
Það sem að mér finnst  þó áhugaverðast er sá fítonskraftur sem að leiðist úr læðingi og það afl sem rís upp til bjargar og varnar dýrinu. Þetta finnst mér sýna þann forgang sem að fólk hefur orðið í lífinu
Þann 13-6 birtist frétt í morgunblaðinu sem vakti ekki alla þessa athygli. Hér er slóðin á hana. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/13/foreldrar_fatladra_ormagna/
Sjö bloggarar sáu ástæðu til að commenta á þessa grein málefnið vakti ekki mikla athygli og verður löngu gleymt meðan menn verða enn að þrasa um hvort hefði átt að skjóta eða bjarga birninum. Þetta neyðarkall frá móður fatlaðs barns snertir okkur minna heldur en örlög hvítabjarnar.
Ef að þessi staðreynd fær okkur ekki til að staldra við og athuga hvaða álit við höfum á sjálfum okkur, held ég að við getum sofið róleg út af birninum, en ættum kannski að vera andvaka yfir því hvernig við sjálf erum orðin og hvernig við forgangsröðum. Það hlýtur að vera eitthvað að  í veröldinni ef að forgangsröðunin er orðin sú að stórum hluta fólks þyki allt í lagi að eiða peningum í að flytja hvítabjörn aftur til sinna heimkynna meðan við getum ekki leist úr vandamálum fatlaðra einstaklinga af okkar eigin tegund. Eða eru til nógir peningar en vantar bara viljann og hafa bjarnarflutningar meiri pólitískt gildi heldur enn fötluð börn. Ef að nógir peningar eru til þá er þetta ekki vandamál við gerum hvorutveggja en helst vil ég að byrjað yrði á fötluðu börnunum.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig í ósköpunum á að fanga bangsann og hvað á svo að gera við hann?  Það væri kannski ráð að fá Árna Finnsson og einhverja "kaffihúsanáttúruverndarsinna" til þess að lokka bangsa inn í gám, hann yrði varla neitt órólegur fyrr en hann væri búinn að klára þá, en hvað svo?  Er þetta lið virkilega svo barnalegt að halda að það sé hægt að umgangast ísbjörninn eins og eitthvað gæft, ljúft og meðfærilegt gæludýr, veit það ekki að þetta er eitt mesta "drápstæki jarðarinnar" og er efst í fæðukeðjunni hvar sem það er statt?

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 22:34

2 identicon

Góð grein hjá þér, ég sé einmitt ekki að það sé einhver sæla fyrir dýr sem hefur gengið frjálst í náttúrunni að lenda inn í litlu búri eða litlu rými í dýragarði. Mikið vona ég frekar að björninn fái að deyja nú eða þá fara aftur til síns heima fyrst að það á  fara út í björgunaraðgerðir.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband