Væri fróðlegt að vita

Hvort að Fitch noti sömu greiningartól og Modys og stundi eins öflugt innra eftirlit eins og þeir. Sjá frétt  i mbl frá 21/5 þar sem meðal annars segir
" frétt birtist í breska viðskiptablaðinu Financial Times í dag um að  Moody's hefði leynt því  að villa í tölvuforriti olli því að tilteknir afleiðusamningar fengu árið 2006 hæstu lánshæfiseinkunn en einkunnin hefði með réttu átt að vera mun lægri"
Eigum við að trúa þessum fyrirtækjum sem að yfirleitt spá að það sem þegar hefur skeð hafi skeð og eru í raun óáreiðanlegri en veðurspá ég mæli með því að ef að það verði skorið niður verði skorið niður í spádeildunum og fjölgað í deildum sem að stunda mannlega skynsemi. Ef einhver er að furða sig á því hvað ég á við má nefna spádóma um íbúðaverð sem dæmi Það hefur hver einasti vitiborinn Íslendingur gert sér grein fyrir því í langan tíma að verð muni falla og falla mikið en það hefur verið þangað til nýlega hulið allmjög fyrir fræðingum hið gamla lögmál.
What goes up must come down.

Goða helgi


mbl.is Gagnrýninn tónn í skýrslu Fitch um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef oft spurt hvort matsfyrirtækin væru ekki rúin trausti sérstaklega í tengslum við ofurmat þeirra á undirmálslánunum bandarísku.  Það er gaman að sjá, að fleiri eru að komast á þá skoðun.

Marinó G. Njálsson, 23.5.2008 kl. 13:37

2 identicon

Haldið þið virkilega að allt það neikvæða sem sagt er af erlendum greiningaraðilum sé af illgirni og öfund, jafnvel með snert af vanþekkingu á hinu íslenska séreinkenni !

BNW (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Alls ekki BNW  en þær spár sem hafa dunið yfir okkur og aðra strandast illa tímans tönn og þegar sést að spáin stendur ekki kemur bara nýr sannleikur. Maðurinn er kynjaskeppna og hagar sér oftar enn ekki óháð einhverjum spá líkönum.
Þakka innlitið Marino hef haft aburða gaman af að lesa pistla þina

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.5.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband