Var nemendum gefið frí til að mæta í ráðhúsið

Mikið vildi ég að einhver rannsóknarblaðamaðurinn fyndi nú út fyrir mig hvort að rétt er það sem gengur fjöllum hærra að kennarar hafi í sumum tilfellum gefið frí svo nemendur gætu mætt í Ráðhúsið. Mig langar til að vita hvort þetta sé rétt vegna þess að ég tel að skrílslæti séu ekki á námskrá skólanna og einnig að kennarar séu skyldir til að gæta fyllsta hlutleysis gangvart nemendum sínum. Sem þó er mikill misbrestur á eins og sést í hvert skipti sem að kjaramál þeirra eru í hámarki og nemendum beitt fyrir vagninn. Ég beini því til háttvirts menntamálaráðherra að hún beiti sér fyrir rannsókn á því hvort að þetta sé rétt og sé svo skal þegar færa fjarvist í þá kladda sem það á við og einnig að mínu viti draga þennan frítíma af launum viðkomandi kennara. þar sem að hann var ekki við vinnu sína þennan tíma þetta er það sem er í gildi hjá venjulegu fólki á vinnumarkaði. Eins með alþingismenn hafa þeir enga vinnuskildu heldur, það er spurning hvort við launagreiðendur þeirra ættum ekki að fara fram á stimpilklukku hjá þeim. Það eru Íslensk fyrirtæki þar sem menn fá kort og svo er lesari við dyrnar þannig að hægt er að fylgjast með viðverunni þetta mætti taka upp við Austurvöll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þegar ég var að horfa á beina sendingu í tv sá ég fleirra fólk en ungliða þarna sýndist mér vera fólk af öllum aldri og gerðum . Það má deila um skrílslæti eða ...Ég segi enn að það var kominn tími á að fólk léti i sér heyra og láta óánægju sína í ljós ,ég held að það sé verið að láta vita að því að þó menn séu kjörnir fulltrúar fólksins eru þeir ekkert yfir hafnir því að mega þola það að verða gagnrýndir ,ég veit að fólk er komið með upp í kok á yfirgangsemi og fólk vill láta vita:" passið ykkur að ganga ekki of langt ".Við höfum frelsi til að mótmæla þó kjörnir fulltrúar finnist það argasta ósvífni og dónaskapur og jafnast það á við villutrú í gamla daga .menn skulu líta til annara landa þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að mótmælum og lifir þar enn góðu lífi hið svokallaða frelsi ,það að segja sína skoðunn á umbúðalausann hátt og með sinni sannfæringu  lýsir frelsi .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.1.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er samála þér að fólk hefur fullan rétt á að mótmæla  en er ósamála þér um það hvernig á að gera það frelsi snýst ekki um að gera hróp að fólki og svivirða það eða kveikja í bílum og brjóta rúður. GAndí mótmælti líka á sinn hátt. Það sem að ég er að velta fyrir mér er hvort að misfarið hafi verið með skatt peninga mína hafi þeir nemendur sem þarna voru fengið fjarvist er það í góðu lagi kennari gerut ekki komið í veg fyrir skróp en hafi hann gefið þeim frí jafnvel að fyrra bragði þá lít ég á það allt öðrum augum. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Nei mér finnst það ekki óhugsandi og vel líklegt og rétt að verki verið. En þvi er kastað framm að gefið hafi verið frí einhverstaðar og það finnst mér rangt einfaldlega vegna þess að menntastofnanir eiga að standa utan pólitíkur. Ef að það er rétt findist mér það ámælisvert ekki mótmæli. Annars voru þessi mótmæli komin út í einföld skrílslæti og fátt annað að mínu mati sem foreldri hefði ég haldið lýðræðislegan fjölskyldufund um réttindi og skyldur þegnanna hefði ég séð afkomendur mína haga sér svona.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jú Guðmundur það var fleira fólk þarna lika fólk sem að var þarna í öðrum tilgangi en að mótmæla það hefur lika sinn rétt. Eins hefur konan sem að var kölluð fasisti þann rétt að vera ekki nefnd slíkum nöfnum í Ráðhúsi borgarinna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband