Til hamingju konur

Fagna öllu jafnrétti finnst þó að lögin hefðu átt að vera að lágmarks skitping kynja skildi vera 60 - 40 í báðar áttir eða hvað er gert við hlutafélög þar sem að konur eru bara í stjórn. Eitt mundi þó ergja mig það væri að vita að ég væri í stjórn vegna þess að ég væri með ákveðna tegund tóls a milli lappana en ekki vegna þess að ég hefði hæfileika en sá efi hlytir að hvarfla að þeim sem upphefð hljóta á þennan máta. Kannski er þeim þó bara alveg sama
mbl.is Kynjakvóti tekur gildi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona misnotkun valds hefur ekkert með jafnrétti að gera, þarna er hreinlega verið að níðast á eigendum fyrirtækjanna og taka frá þeim réttinn til að ráðstafa eigin eignarhlut. Það fer ákaflega hljótt að norsk fyrirtæki hafa verið að ryksuga önnur Norðurlönd til að finna hæfar og viljugar konur og samt eru yfir 500 fyrirtæki sem ekki tekst að fylla upp í kvótann. Það eina sem þetta mun hafa í för með sér er flótti stærri fyrirtækja frá Noregi og mikil fjölgun stjórnunarmistaka þar sem fólk er ekki lengur valið eftir reynslu eða þekkingu, einungis tólategund.

Gulli (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:10

2 identicon

Er þetta "jafnrétti" !!! Hvurs konar rugl er þetta??? Er hugtakið jafnrétti allt í einu orðið að einhverjum kvóta? Hvað þá með hommana og lesbíurnar? Eiga slíkir hópar ekki líka "rétt" á jafnrétti og þar með að vera í ákveðnu hlutfalli í stjórnum fyrirtækja svo ekki sé minnst á fatlaða?

Með svona áframhaldi verður í hverri stjórn að vera 50/50 kynjaskipting, a.m.k. einn hommi, ein lesbía og einn fatlaður. Síðan þurfa trúahóparnir að fá sinn kvóta líka enda verður að tryggja að jafnræði sé meðal trúarbragðanna í stjórnum fyrirtækja.

Ef fram fer sem horfir verða norsk fyrirtæki með furðulegustu starfsmannaskiptingu sem um getur. Ég ætla a.m.k. ALDREI að stofna fyrirtæki í landi sem hampar heimskunni svona frábærlega. Þetta er hreinlega brandari.

Karl Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband