Kynferðisafbrot Rétt eða rangt

Í fyrra bloggi um kynferðisafbrot vitna ég í grein í Fréttablaðinu þann 17 þessa mánaðar þar sem að birt eru súlurit annað blátt hitt appelsínugult. Línuritin eru  yfir fjölda kærðra kynferðisafbrota sé tekið árið 2007 kemur í ljós að það ár eru Appelsínugult  89,1% en blátt 11,9 %  Fyrir neðan myndina er  Íslenskir ríkisborgarar merktir með bláu og erlendir með appelsínugulu. Þetta er í algjöru ósamræmi við frétt í Ríkissjónvarpinu reyndar alveg þveröfugt. Ef að þessar upplýsingar sem að ég notaði í fyrra blogg eru rangar biðst ég velvirðingar á því en gott væri að leiðrétt væri ef rangt er.
Það breytir þó ekki skoðun minni að ofbeldi er glæpur sem  þarf að berjast á móti hver sem á í hlut. Það á öllum að vera ljós sú skilda okkar að bera virðingu fyrir hvort öðru og orð starfmanns alþjóðahús um að þar sem fjöldi karlmanna kæmi saman mætti búast við einhverju í þessa veru skelfa mig.
Sú hugsun að það sé einhver afsökun fyrir ofbeldi að hópur karlmanna sé saman komin sama hver upprunin er á engan rétt á sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband