Húsnæðislán

Um fátt er meira rætt nú um stundir en Kaupþing og þá ákvörðun að það sé ekki hægt að yfirtaka lán frá þeim. Önnur ógn og sýnu verri er handan sjóndeildarhrings en það eru þau lán sem eru með endurskoðunar ákvæði með ákveðnu ára millibili. Hætt er við að mörgum bregði í brún þegar þeir fá tilkynningu um að nú kyngi þeir endurskoðun vaxta á lánum sínum eða greiði þau upp. Hætt er við að margt þanið heimilisbókhaldið hrynji þegar að þeim degi kemur. En kannski fólk læri ef þessu þá dýrmætu lexíu að treysta ekki fagurgala þeim sem á borð er borinn af ýmindar fræðingum fjármálastofnanna. Og síðast en ekki síst að við snúum bökum saman til verndar íbúðalánasjóð svo að einhver von sé að afkomendur okkar meðaljóna geti eignast þak yfir höfuðið eða kannski leigt sér íbúð í náinni framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki gleyma því að "vertrygging" leggst ofan á þessa vexti.  Ætlar ríkisstjórnin ekkert að gera til að stoppa þetta "vaxtaokur" og "glæpastarfsemi" sem verðtryggingin er ef Ísland myndi ganga í ESB, þá yrði verðtryggingin afnumin og bara það myndi réttlæta inngöngu í ESB nú og með því að taka upp EVRUNA myndum við losna við Seðlabankann og afskipti hans af efnahagslífinu og það sem meira er við myndum losna við DAVÍÐ ODDSSON og það væri, að mínu mati, stærsti kosturinn.  Svo fengjum við líka  kannski "alvöru" samkeppni á bankamarkaðinn.

Jóhann Elíasson, 8.11.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband