Hver niðurlægir hvern

Frétta blaðið slær því upp á forsiðu i dag  að dæmi séu um að Íslendingar gangi út úr verslunum komi í ljós að afgreiðslufólk tali ekki Íslensku. Rætt er við erlenda starfstúlku sem að segir að í tvígang hafi fólk gengið út þegar kom í ljós að hún mælti ekki á Íslensku, rætt er við  framkvæmdastjóra Alþjóðahúss og mann frá Verslunarmannafélaginu. Að mínu mati er á öllum stigum greinarinnar gefið í skyn að hér sé um útlendingahatur að ræða af hendi okkar Íslendinga.  Greina skrif af þessari tegund eru hættuleg og ég set spurningamerki við tilganginn ef einhver er. Það kemur hvergi fram hvort að ástæðan fyrir því að fólk labbar burtu sé sú að það sé ekki mælandi á neina tungu nema Íslensku. Það kemur ekki fram hvort að starfsmaður hafi verið mælandi eða ekki  á enska tungu eina sem kemur fram er meint atferli Íslendinga að niðurlægja erlent starfsfólk sem talar ekki Íslensku.  Mig langar til að biðja blaðamanninn og framkvæmdastjóra alþjóðahús og þá erlendu starfsmenn sem að telja það merki um lítilsvirðingu þegar að fólk yfirgefur verslun vegna þess að afgreiðslufólk talar ekki íslensku að gera sér grein fyrir því að ekki allir Íslendingar tala annað tungumál töluverður fjöldi er eingöngu mælandi á Íslenska tungu. Þetta  fólk hefur unnið hörðum höndum að því að gera landið að því sem það er í dag en er nú álitið einhverjir hatursmenn erlends vinnuafls þegar það í raun er kannski eingöngu að hylja  þá  staðreynd að eina malið sem að það kann er móðurmálið engin býður þessu fólki ensku kennslu í vinnutímanum. Og svona að lokum reynið þið að segja á þýsku  eftirfarandi. Ég ætla að fá fjölkorna birkirúnstykki með kofareyktu hangiketi  skinku og osti. Er nokkur furða að mállaus Íslendingur rölti bara þegjandi út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Góður pistill hjá þér Jón

Ólafur Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband